Af skoðanakönnunum

Þegar ég renndi yfir Moggann í gærmorgun var ég alveg viss um að ég hefði rekið augun í ásláttarvillu, þegar sagt var frá könnun Capacent sýndi fylgi Samfylkingarinnar í 6,7% í NV. Það hlýtur að vanta tvo fyrir framan hugsaði ég. En svo var nú ekki. Reyndar er ekki könnunin ekki marktæk en hún gefur þó ákveðnar vísbendingar.

Ég held nú samt að þetta sé fjarri raunveruleikanum - ég hef nú meiri trú á kjósendum en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn með tæp 41%..... nei, kjósendur eru nú ekki svona fljótir að gleyma. 

Ég held að þegar við í Samfylkingunni förum að kynna okkar stefnumál og okkar sýn á réttlát þjóðfélag mun fylgið sópast að okkur. Smile


Mikið er ég fegin að vera ekki í Sjálfstæðisflokknum

...þá meina ég ekki bara málefnalega.

Það er nú ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins - nema þú sért múraður eða eigir góða stuðningsmenn (sem eiga væntanlega hönk upp í bakið á þér eftir prófkjör).

Hér fyrir vestan erum við búin að fá nokkur dreifibréf frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í NV - það datt eitt inn um lúguna í dag stílað á húsföðurinn; Kæri samherji.Shocking 

Þetta hefur nú verið frekar pent til þessa en ég hef trú á því að við eigum eftir að fá fleiri bréf þar sem mannkostir frambjóðenda eru tíundaðir.  

Inn á mbl.is núna eru auglýsingar frá Þorgerði Katrínu, Bjarna Ben, Ármanni alþingi, Ragnheiði Ríkharðs, Grazynu, Ólöfu Nordal, Sigríði Finsen, Sigríði Andersen, Gylfa Þór, Ástu Möller, Hauki Þór..... Ætli frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi fengið magnafslátt hjá Mogganum?? Það er auðvitað ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í svona peningaútlátum. Þetta hefur auðvitað líka viðgengist í öðrum flokkum þ.m.t. mínum - en það er ekki svona áberandi fyrir þessar kosningar. Ég hélt að það væri ekki stemming fyrir þessu núna eftir þetta mikla hrun - en hvað veit ég.

Hér í prófkjörsbaráttunni hjá Samfylkingunni í NV var leigður undir okkur langferðarbíll (rauða eldingin) sem keyrði okkur á milli fundarstaða - svona alvöru skátastemming, þar sem var sungið, kveðið og sagðar sögur. Við máttum hvorki auglýsa né senda bæklinga. Gerður var sameiginlegur bæklingur fyrir alla frambjóðendur. Mér fannst þetta takast vel. Ekki hefði ég efni á því að taka þátt í kostnaðarsamri prófkjörsbaráttu og myndi því síður vilja eiga inni stóran greiða hjá stórum hagsmunaaðila.  


Munnurinn skrúbbaður

Mikið var ég ánægð með árangurinn í gær - ég þurfti alveg að hugsa mig tvisvar um þegar ég vaknaði morgun; gerðist þetta í alvöru?? Kærar þakkir allir þeir sem studdu mig. Nú er það næsti slagur framundan. Öll ráð vel þegin - en þau verða samt að vera lögleg.Wink 

Nú þarf ég að fara að passa orðbragiðBlush. Eftir 11 fundi, vítt og breitt um kjördæmið og mjög prúða framkomu, missti ég nokkur orð sem ekki voru við hæfi á 12 fundinum á Ísafirði. Ég fattaði það um leið og þau runnu út. Þetta kallast að tala vestfirsku að hætti sumra en alls ekki við hæfi á virðulegum framboðsfundi.Smile Ég iðrast og lofa að taka mig á - eins gott að amma heyrði ekki til mín.

 


Krónudrottinssaga

Jæja nú eru 18 tímar þangað til prófkjörinu lýkur. Ég er enn þokkalega róleg. Hef reyndar ekki lagst í símann en mamma hefur nú hringt nokkur símtöl Blush Það er spurning hvaða áhrif það hefur. Kvöldið hefur verið líflegt en nærfjölskyldan hefur verið í mat (bæði skráðir félagar og óskráðir).

Frumburðinn er að skrifa sína fyrstu skáldsögu; Krónudrottinssögu. Hún fjallar um fall krónunnar. Fyrstu kaflarnir eru komnir í á blað. Ég vona að hún endi vel - krónan giftist Evrunni. 

Ef einhverjir eru ekki búnir að kjósa þá minni ég á www.vefprofkjor.is

 


Prófkjör framundan

Í dag kl. 12 hefst prófkjör Samfylkingarinnar í NV. Um er að ræða netprófkjör þar sem 11 frambjóðendur gefa kost á sér. Ég held að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem ætlar sér að nota tæknina sér til handa við að velja á lista. Hægt er að kjósa fram til kl. 16:00 á sunnudaginn. Ég viðurkenni að það er komin smá spenna í mig. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í þessu og hef ég fengið að kynnast virkilega skemmtilegu fólki.

Þetta er ótrúlega flottur hópur þó ég segi sjálf frá. Allt um prófkjörið má finna hér: www.xsnv.is

 

img_3941.jpgimg_3929.jpg
Spáð í spilinimg_3940.jpg

Hér á neðri myndunum má sjá Ólínu spá í spilin fyrir okkur meðframbjóðendur sína. Nú verður fróðlegt að fylgjast hvort að spárnar gangi eftir. Smile

 


Aðild að Evrópusambandinu og endurreisn efnahagslífsins

Íslenskt samfélag er að ganga í gegnum mikla erfiðleika um þessar mundir. Við þurfum að endurmeta stöðu okkar. Við höfum ekki efni á þeirri samfélagslegu neyslu sem hefur viðgengst. Við þurfum að fara að forgangsraða verkefnum og spyrja okkur hvað sé nauðsynlegt og hvað við getum verið án.  Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegri velsæld (að við héldum) en í slíku árferði fer ekki mikið fyrir pólitískri umræðu.  Umræðan hefur að mestu snúist um hvað hver fær og hve mikið. Þingmenn og ráðherrar hafa keppst um að fá sem mest fyrir sitt kjördæmi og árangur þeirra er metinn  eftir þeim mælikvarða.  Kjördæmi og sveitarfélög hafa til þessa þurft að berjast um pólitíska bitlinga. Nú er svo komið að við þurfum að fara að  horfa á landið heildstætt. Hagsmunir landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins fara saman, og með styrkingu landsbyggðarinnar styrkist höfuðborgarsvæðið.

Aðild að Evrópusambandinu getur spilað lykilhlutverk í því að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Almenningur og fyrirtækin í landinu verða að búa við efnahagslega stöðugleika, sem felur í sér trúverðugan gjaldmiðil, lága vexti og verðbólgu í lágmarki, auk þess sem hægt væri að losna við verðtrygginguna.  Þegar er rætt er um aðildarviðræður við Evrópusambandið þá verður andstæðingum ESB tíðrætt um hagsmuni sjávarútvegsins og landbúnaðarins. Rök fræðimanna eins og Aðalsteins Leifssonar, Eiríks Bergmanns og Baldurs Þórhallssonar vega oft lítið í þeirri umræðu.  Forsvarsmenn þessara atvinnugreina verða einfaldlega að setjast niður og skilgreina hvað þeir vilja fá út úr aðildarviðræðum. Með þau markmið verði farið með til Brussel og reynt að ná ásættanlegum samningum. Niðurstaðan verði í kjölfarið lögð fyrir þjóðina.  Það er ansi hart að ekki skuli vera hægt að ræða í alvöru eitt stærsta hagsmunamál almennings vegna sérhagsmuna ákveðinna hópa í samfélaginu.

Í þeim hremmingum sem við erum í, er mikilvægt að auka gjaldeyristekjur svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir. Þá þurfum við að einblína á atvinnugreinar sem eru til þess fallnar. Sjávarútvegur, ferðaþjónusta og iðnaður spila þar stórt hlutverk, en það vill svo til að í þessum atvinnugreinum liggja styrkleikar landsbyggðarinnar. Það er því forgangsmál næstu ríkisstjórnar að laga þann aðstöðumun milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins sem m.a. liggur í háhraðatengingum, raforku, fjarskiptum og samgöngum til þess að landsbyggðin geti komið að endurreisn íslensks samfélags sem hún hefur svo sannarlega burði til.

Við þurfum að svara erfiðum spurningum t.d um hvar eigi að skera niður, hvernig ætlum við að dreifa birgðunum, á hvaða atvinnustarfsemi ætlum við að einblína á, hverjir eiga nýta auðlindirnar okkar og hvernig.  Það er gríðarlega mikilvægt að við svörum þessum spurningum með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, jafnræði, kvenfrelsi, samábyrgð. Við þurfum að taka stóru málin til umræðu og útkljá; má þar nefna tvö brýnustu mál okkar samfélags. Annars vegar innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru og hins vegar endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Arna Lára Jónsdóttir býður sig fram í 2-3 sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi


Á ferð um kjördæmið

Síðustu dagar eru búnir að vera afskaplega lærdómsríkir. Við erum búin að funda á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga, Búðardal, Grundarfirði og Hellisandi. Það sem stendur eftir er hvað Samfylkingin á ótrúlega mikið af frábæru fólki.

Það er kannski rétt sem ónefndur háskólaprófessor sagði... að vinstri menn hugsuðu alltof mikið, það væri annað með hægri menn. Þeir græða á daginn og grillla á kvöldin. Smile 

Á morgun fundum við í Stykkishólmi og á Patreksfirði, Borgarnes á mánudaginn, Akranes á þriðjudaginn og endum í aðalpleisinum á miðvikudaginn.

 

Frambjóðendur á ferðalagiHérna erum við vinkonurnar og frambjóðendur fyrir utan Café Riis á Hólmavík. Þar áttum við virkilega góðan fund, þar sem m.a. kom til tals væntanlegt stjórnarsamtstarf Samfylkingar og VG.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri frambjóðendur

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir eu líka ágætir Wink


Þegar maður hendir sér út í djúpu laugina....

 ... þá er bara að vona að ég nái landi. Smile 

Ég (eigandi þessarar síðu) gef kost á sér í 2-3 sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Íslenskt samfélag er að ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir og ég vill leggja mitt af mörkum til þess að það komi til með að einkennast af grunngildum jafnaðarstefnunnar; kvenfrelsi, lýðræði og jöfnuði. Samfélagið kallar á endurnýjun og það liggur fyrir við verðum að endurmeta okkar stöðu. Við verðum að hafna þeim gildum nýfrjálshyggjunnar sem hafa riðið hafa yfir samfélagið með vaxandi ójöfnuði og græðgihyggju í valdatíð Sjálfstæðisflokksins, og að því er ég tilbúin að vinna.

Ég vill að vinna að því að búa til nýtt samfélag þar sem leikreglur eru skýrar og gegnsæjar, þar sem lýðræði, réttlæti og mannréttindi eru ekki eingöngu í orði heldur líka á borði. Ég vill taka þátt í að móta samfélag þar sem almannahagsmunir ganga fyrir sérhagsmunum ákveðinna hópa. Ég vill skapa það samfélag þar sem landsbyggðin fær að njóta tækifæra sinna til jafns á við höfuðborgarsvæðið, enda tel ég að hagsmunir landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins fari saman að þessu leyti.

Nýsköpun, menntun og rannsóknir sem byggja á grunnatvinnuvegum okkar og auðlindum með skírskotun í menningu okkar eiga eftir að fleyta okkur inn í framtíðina. Til þess að tryggja almenningi og íslensku atvinnulífi stöðugleika og efnahagslega velsæld til lengri tíma, er afar mikilvægt að sækja sem fyrst um aðild að Evrópusambandinu. Það verkefni verðum við að setja í forgang til að flýta fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs. Við þurfum gjaldmiðil sem nýtur traust á alþjóðavettvangi og er upptaka evru eini raunhæfi kosturinn í stöðunni.

Ég er fædd 30.maí 1976 á Ísafirði og er í sambúð með Haraldi Kristinssyni tölvunarfræðingi. Við eigum tvær dætur, Hafdísi f. 1998 og Helenu f. 2003. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1996 og hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sama ár. Ég lauk BA-prófi stjórnmálafræði árið 2000 og hef jafnframt lagt stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. 

Ég hef á undanförnum árum starfað við nýsköpun og atvinnumál, fyrst hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og nú sem verkefnisstjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði. Ég hef setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá árinu 2006 og í stjórn Sjúkratrygginga Íslands frá árinu 2008, auk margvíslegra annarra félagsstarfa. Ég tel að þessi reynsla mín geti nýst við að takast á við verkefni dagsins í dag og leggja grunninn að samfélagi með gildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi.

Arna Lára Jónsdóttir 

- - - - - --  

 Ég hef ekki snert þessa síðu í á annað ár og þurfti aðeins að rifja upp hvernig þetta virkar allt saman. En síðan er kjörin vettvangur til þess að koma skoðununum mínum á framfæri sérstaklega á þessum tímum. Smile 


Ímyndunarráðgjafar

Ég hlustaði á formann Framsóknarflokksins í sjónvarpsfréttunum á fimmtudaginn segja frá því að gudnistjórnmálamenn færu í litgreininingu og til ímyndunarráðgjafa. Ég hef reyndar aldrei heyrt um að fólk fari til ímyndunarráðgjafa en hins vegar fara örugglega einhverjir stjórnmálamenn til ímyndarráðgjafa. Smile

Spurning hvort það sé ekki fundin skýringin á fylgishruni Framsóknarflokksins sl. vor. Rugluðust aðeins á öllum sérfræðingunum.....


Starfsmaður í almannaþágu

Í dag er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni og er hann á Akureyri. Var mætt á völlinn í morgun kl. 7 til þess að taka morgunvélina norður. Ég hjálpaði aðeins til við snjómokstur á Akureyri með því að leigja Yaris.Grin akureyri

Bílaleiga Akureyrar er frábær - þegar ég mætti á staðinn var búið að hita upp bílinn og skafa snjóinn af, sem er reyndar ekkert sérstaklega umhverfisvænt en afskaplega notalegt að hoppa beint inn í heitan bílinn. Á Akureyri er mér ætlað að læra það sem til þarf í nýju vinnunni og veltur það á því hversu treg ég er hvenær ég kemst heim aftur. Vona að það verði  fyrir helgi.

Ég fór reyndar að heiman um miðja síðustu viku á vegum Ísafjarðarbæjar, fyrst á Reykjanesskagann og svo í borgina og voru dagarnir vel nýttir.  Ég er búin að skoða Reykjanesvirkjun, Völlinn, Njarðvíkurskóla og læra heilmikið um frístundastarf í Reykjanesbæ auk þess að sækja skólaþing sem var einkar fróðlegt.  Á þinginu var farið vel yfir nýju skólafrumvörpin sem lögð verða fyrir Alþingi í vikunni. Mér leist nú ágætlega á þau í fljótu bragði og margt sem ætti að geta nýst okkur vel, m.a. samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla sem væri vert að skoða í fámennum skólum í mínu sveitarfélagi.   

Í tilefni af því að ég bloggaði síðast 9.nóvember er skemmst frá því að segja að Helle Thorning Smith náði ekki að verða forsætisráðherra Dana í þetta skiptið.  En vert að skoða www.skutull.is sem er auðvitað langflottasti vefurinn í dag.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband