Prófkjör framundan

Í dag kl. 12 hefst prófkjör Samfylkingarinnar í NV. Um er að ræða netprófkjör þar sem 11 frambjóðendur gefa kost á sér. Ég held að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem ætlar sér að nota tæknina sér til handa við að velja á lista. Hægt er að kjósa fram til kl. 16:00 á sunnudaginn. Ég viðurkenni að það er komin smá spenna í mig. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í þessu og hef ég fengið að kynnast virkilega skemmtilegu fólki.

Þetta er ótrúlega flottur hópur þó ég segi sjálf frá. Allt um prófkjörið má finna hér: www.xsnv.is

 

img_3941.jpgimg_3929.jpg
Spáð í spilinimg_3940.jpg

Hér á neðri myndunum má sjá Ólínu spá í spilin fyrir okkur meðframbjóðendur sína. Nú verður fróðlegt að fylgjast hvort að spárnar gangi eftir. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er mögnuð hún Ólína. Ekki er ég hissa þó þú sért með nett fiðrildabú í maganum. Það eru fleiri, þó ekki séu á lista. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta var skemmtilegt ferðalag - og gaman að spá í spilin

Nú spyrjum við bara að leikslokum mín kæra.

Bestu kveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.3.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Fleiri mættu taka sér þetta fyrirkomulag til fyrirmyndar.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Samfylkingin Norðvesturkjördæmi

tengillinn er xsnv.blog.is

Samfylkingin Norðvesturkjördæmi, 6.3.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband