Mikið er ég fegin að vera ekki í Sjálfstæðisflokknum

...þá meina ég ekki bara málefnalega.

Það er nú ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins - nema þú sért múraður eða eigir góða stuðningsmenn (sem eiga væntanlega hönk upp í bakið á þér eftir prófkjör).

Hér fyrir vestan erum við búin að fá nokkur dreifibréf frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í NV - það datt eitt inn um lúguna í dag stílað á húsföðurinn; Kæri samherji.Shocking 

Þetta hefur nú verið frekar pent til þessa en ég hef trú á því að við eigum eftir að fá fleiri bréf þar sem mannkostir frambjóðenda eru tíundaðir.  

Inn á mbl.is núna eru auglýsingar frá Þorgerði Katrínu, Bjarna Ben, Ármanni alþingi, Ragnheiði Ríkharðs, Grazynu, Ólöfu Nordal, Sigríði Finsen, Sigríði Andersen, Gylfa Þór, Ástu Möller, Hauki Þór..... Ætli frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi fengið magnafslátt hjá Mogganum?? Það er auðvitað ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í svona peningaútlátum. Þetta hefur auðvitað líka viðgengist í öðrum flokkum þ.m.t. mínum - en það er ekki svona áberandi fyrir þessar kosningar. Ég hélt að það væri ekki stemming fyrir þessu núna eftir þetta mikla hrun - en hvað veit ég.

Hér í prófkjörsbaráttunni hjá Samfylkingunni í NV var leigður undir okkur langferðarbíll (rauða eldingin) sem keyrði okkur á milli fundarstaða - svona alvöru skátastemming, þar sem var sungið, kveðið og sagðar sögur. Við máttum hvorki auglýsa né senda bæklinga. Gerður var sameiginlegur bæklingur fyrir alla frambjóðendur. Mér fannst þetta takast vel. Ekki hefði ég efni á því að taka þátt í kostnaðarsamri prófkjörsbaráttu og myndi því síður vilja eiga inni stóran greiða hjá stórum hagsmunaaðila.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið lifandis skelfing minnir þetta á bæn Faríseans: Góði Guð, ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og þessir voðalegu Sjálfstæðismenn. Ég er svo miklu, miklu betri. Takk, enn og aftur!!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held Högni að bænin sé brengluð eða heimasamin, alla vega ekki úr neinum heimsbókmenntum.

Ég tek heilshugar undir með þér Arna og ég tala af reynslu, var einu sinni íhald en nú er ég Jafnaðarmaður og er stolt af því. Mér finnst að Sjálfstæðismenn séu komnir með mjög alvarleg fráhvarfseinkenni. Geir H farinn að tala fullum hálsi, svo þau eru að spyrja hvert annað um allt mögulegt til að tefja tímann o. fl.

Hvernig ætli þeim lítist á hina ljóshærðu Joly sem verið var að ráða í dag til að rannsaka, vill húsleitir og alles og talar upphátt og tæpitungulaust um hlutina.

Það hljóta að vera andþrengsli, skjálfandi hné, fálmandi hendur, svefnlausar nætur og hvað þetta heitir allt saman í ýmsum hornum núna. Ojæja, sko ég er ekki í framboði og þarf því ekki að passa tunguna svo mjög. Mér finnst reyndar ljótt að vera með dónaskap og kjaft, er vaxin upp úr slíku. Það var meðan ég vann í saltfiskinum og reifst við kallana vinu mína, samdi svo klámvísur um hina.

Nú er best að hætta þessu og bjóða góða nótt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæl Arna.

Vil byrja á að óska þér til hamingju með þinn árangur í netkosningunni. En var jafnframt að spá í hvort að ástæðan fyrir aðeins 50 % þátttöku sé að þið hafið ekki auglýst ykkur nóg. Kannski hefði borgað sig að eyða nokkrum þúsundköllum og þá er aldrei að vita nema þú hefðir náð enn ofar.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.3.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Sæll Ingólfur.

Það er aldrei að vita nema einhverjir þúsundkallar skili sér í betri þátttöku. Við sjáum hvort þússararnir skilar sér í meiri þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi.

Arna Lára Jónsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:18

5 Smámynd: Gló Magnaða

Maður heyrir á fólki að því finnist þessir bannerar almennt frekar fyndnir. Svolítið svona 2007   Ég fer daglega á pósthúsið að sækja póst og hef tekið eftir að ruslafatan er full af glansmyndum, vel photoshop-uðum.  

Held að þetta virki ekki. Ég hef meiri trú á hinum almenna borgara.

Gló Magnaða, 12.3.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband