Af skoðanakönnunum

Þegar ég renndi yfir Moggann í gærmorgun var ég alveg viss um að ég hefði rekið augun í ásláttarvillu, þegar sagt var frá könnun Capacent sýndi fylgi Samfylkingarinnar í 6,7% í NV. Það hlýtur að vanta tvo fyrir framan hugsaði ég. En svo var nú ekki. Reyndar er ekki könnunin ekki marktæk en hún gefur þó ákveðnar vísbendingar.

Ég held nú samt að þetta sé fjarri raunveruleikanum - ég hef nú meiri trú á kjósendum en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn með tæp 41%..... nei, kjósendur eru nú ekki svona fljótir að gleyma. 

Ég held að þegar við í Samfylkingunni förum að kynna okkar stefnumál og okkar sýn á réttlát þjóðfélag mun fylgið sópast að okkur. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Gleyma hverju Arna.

Samfylkingin var í stjórn síðustu tvö ár og gerði ekki neitt. Þeir sprengdu svo stjórnina og kenndu því um að Geir gæti ekki tekið ákvarðanir. Nú hefur Samfylkingin verið í 7 vikur í stjórn með VG og enn er ekkert að gerast. Þess vegna spyr maður sig hverjir það voru sem ekki gátu tekið ákvarðanir.

En hvað varðar þessa könnun þá er ég sammála þér að hún er ekki marktæk. Málið er samt að fólk er að gera sér grein fyrir því að þetta ástand er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna, og það veist þú. Farsinn í kringum formanninn ykkar er heldur ekki til að sópa að atkvæðum.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.3.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gætu þetta ekki verið mistök? Ef rétt reynist, er þetta versta kjördæmi Samfylkingarinnar!

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Einar Ben

Ingólfur, blindni heittrúaðra sjálfstæðismanna á sér engin takmörk, sjallar voru við stjórn í 18 ár, þeir bera stærsta ábyrgð stjórnmálaflokka á hruninu. Þetta hefur meira að segja endurreisnarnefnd flokksins viðurkennt.

Núverandi ríkistjórn er búin að koma ansi miklu í verk á þeim stutta tíma sem hún hefur verið við völd.

Greiðsluaðlöðunarfrumvarpið, úttekt á séreignarsparnaði, breyting á gjaldþrotalögum, hækkun vaxtabóta, hreinsa til í SÍ, afnema eftirlaunalögin, það er eflaust e-ð sem ég er að gleyma, en þetta er töluvert meira en það sem fyrri ríkistjórn gerði.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að koma hlutum í gegnum þingið, það getur tekið langan tíma frá því að frumvarp er flutt og þar til það er orðið að lögum, þetta er eftir allt saman ekki húsfélag.

Aðalástæðan fyrir aðgerðarleysi fyrri stjórnar er ákvarðanafælni Geirs Haarde.

kv.

PS.

Arna til hamingju með árangurinn í prófkjörinu það er ljóst að við eigum töluvert meira inni en þessi könnun sýnir, þú ert í baráttusæti og ég tel góðar líkur á að þú komist á þing. En við berum ábyrgð á því, að hluta, að gera fólki ljóst hvað það er að kjósa yfir sig ef það heldur áfram að setja x við d í blindni.

Einar Ben, 15.3.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband