Óshlíðargöng - gjöf þjóðarinnar til okkar Vestfirðinga?

Held nú síður.

Mér brá nú soldið þegar Heimir Karlsson umsjónarmaðurinn þáttarins Ísland í bítið spurði Soffíu Vagnsdóttur nágrann minn og félaga úr Bolungarvík hvort að Óshlíðargögn væru gjöf þjóðarinnar til okkar Vestfirðinga í þættinum í morgun.  Ég veit ekki betur til þess að við Vestfirðingar borgum jafnháa skatta til ríkissjóðs og aðrir landsmenn. Fyrir mér eru samgöngubætur sem þessar sjálfsagður hlutur og það eigi ekki að líta á þær sem einhverja ölmusu. 

Það er spurning hvort að Reykvíkingar líti á fyrirhugaða Sundabraut sem gjöf þjóðarinnar til Reykvíkinga - held ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæltu  manna heilust Arna Lára.

Það mætti ætla að þjóðin teldi Vestfirðinga skulda henni eitthvað. Sannleikurinn er nú sá að það eru Vestfirðingar sem hafa lagt drýgstan skerf af mörkum inn í þjóðarbúið með fiskveiðum og -vinnslu gegnum tíðina. Og þó svo að sjávarútvegurinn sé ekki samur og var hér vestra streyma tekjurnar héðan engu að síður inn í þjóðarsamlegðina. 

Þjóðin er ekki að "gefa" okkur Vestfirðingum neitt. Það er því miður útbreiddur misskilningur.

 Baráttukveðjur,

 Ólína.

Ólína (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband