Bæjarmálin
Miðvikudagur, 28.2.2007
Boðaður hefur verið fundur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar annað kvöld, eins og venja er fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði. Mig grunar að það verði löng og mikil umræða um atvinnumál, enda er það þörf umræða í ljósi síðustu atburða. Guðrún Sigurðardóttir fréttakona á Rúv tók saman þau störf sem tapast hafa á Ísafirði síðustum misserum og voru tölurnar sláandi:
Ratsjárstofnun: 10 störf
Marel: 21 starf
Já: 5 störf
Síminn: 9 störf
Í upptalninguna vantar rúm 20 störf sem töpuðust þegar verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi var lýst gjaldþrota í upphafi árs. Þetta er algjör bilun... Svar ríkisstjórnarinnar verður væntanlega bæði störfin sem skapast við flokkun kaldastríðsskjalanna. Ekki er að ég að gera lítið úr þessum störfum heldur við þurfum bara svo miklu miklu meira.
Við í minnihlutanum funduðum á Þingeyri í gær til að ræða bæjarmálin og þau mál sem brenna á Dýrfirðingum. Fundurinn var afar gagnlegur fyrir okkur og liður í stefnu okkar að auka tengsl við alla byggðakjarna Ísafjarðarbæjar. Það sem brann mest á fundarmönnum var að bæjarstjórnin gleymdi að heiðra Kvenfélgið Von á 100 ára afmælinu þess, sem er alveg glatað, sérstaklega í ljósi þess að kvenfélagið hefur verið afar virkt í samfélaginu og veitt miklu fjármagni og sjálfboðavinnu í samfélagið m.a. hjúkrunarheimilið Tjörn. Jafnframt rætt um áhugaleysi ráðamanna á málefnum Dýrafjarðar og hve hægt gengur að koma verkefnum í framkvæmd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.