Lifi Vestfirðir!
Miðvikudagur, 7.3.2007
Það verður seint sagt að við Vestfirðingar eigum ekki nóg af framtakssömum einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Nú hefur þverpólitískur hópur almennra borgara boðað til baráttu og hvatningarfundar undir yfirskriftinni "Lifi Vestfirðir" Í auglýsingu segir að tilefni fundarins séu þær þær blikur sem nú eru á lofti í atvinnumálum svæðisins
Fundurinn er ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og í sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum. Tímabært er að þetta landsvæði njóti jafnræðis við aðra landshluta varðandi samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi. Til þess þarf ákvarðanir um framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu verkefna á vegum hins opinbera, aðgengi að fjármagni og síðast en ekki síst skilning og velvilja þeirra sem í umboði almennings taka ákvarðanir sem varða atvinnu- og búsetuskilyrði hér. Vestfirðir þurfa tímabundinn forgang þar til fullum jöfnuði við aðra landshluta er náð. Fundurinn er haldinn á Ísafirði sunnudaginn 11.mars kl. 14:00 í Hömrum.Boðið verður upp á framsögur, pallborðumræður og tónlist!
Fram koma: Einar Hreinsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Ólafur B. Halldórsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Þorleifur Ágústsson, Lina Tryggvadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir.
Tónlistarflutniningur verður í höndum Valkyrjanna og Mugison
Ég ætla að mæta og hlusta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.