Breytum vatni í öl
Föstudagur, 16.3.2007
Við fulltrúar Í-listans voru soldið í vatninu á bæjarstjórnarfundinum í gær. Fyrst lögðum við fram tillögu um að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Orkubú Vestfjarða um næstu skref í leit að heitu vatni. Tilefnið að tillögunni voru tvær skýrslur um hitastigulsboranir í Bolungarvík og Álftafirði sem framkvæmdar voru sl. sumar. En niðurstöðurnar gefa til kynna að mikla líkur séu á því að heitt vatn í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Engidal og Tungudal. Svo virðist vera að það sé sama heita vatnsæðin sem liggur í gegnum þessi þrjú sveitarfélög. Rekstrargrundvöllur nýrrar sundlaugar yrði talsvert öðrvísi ef hér fyndist heitt vatn.
Vatnsumræðunni var þó ekki lokið, heldur lögðum við líka fram tillögu nýtingu um kalda vatnsins. En hún er svohljóðandi:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela atvinnumálanefnd að láta nú þegar kanna möguleika á stofnun fyrirtækis til nýtingar ferskvatns úr Vestfjarðagöngunum. Í því sambandi verði í fyrsta lagi kannað hvort mögulegt er að selja vatnið úr landi í samstarfi við innlenda eða erlenda aðila og í öðru lagi hvort fýsilegt er að stofna bruggverksmiðju sem nýtt gæti vatnið úr göngunum til ölgerðar."
Greinargerð. Það er ljóst að mikið magn hreins og ómengaðs vatns rennur stöðugt úr Vestfjarðagöngum og með minnkandi úrvinnslu sjávarafurða hér á Ísafirði þarf að leita nýrra leiða til að nýta þessa auðlind. Því er lagt til að atvinnumálanefnd hafi forgöngu um könnun á möguleikum til nýtingar vatnsins til framleiðslu og útflutnings.
Já, nú er bara að kanna hvort við getum breytt vatni í öl á arðbæran hátt!
Athugasemdir
Sæl Arna.
Þetta er auðvitað mjög góð tillaga og ykkur til mikils sóma. Vatnið er verðmætt og við eigum að standa klár á því að vatn selst í milljónum lítra um allan heim. Hér á að vera góður möguleiki. Haldið svona áfram kæru félagar Í -listans.
Karl V. Matthíasson, 16.3.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.