Alþingi á síðustu metrunum
Mánudagur, 19.3.2007
Samþykkt voru þrjú mál á lokaspretti Alþingis á laugardaginn sem vöktu sérstaklega athygli mína.
1. Þingsályktunartillaga Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um fela ríkisstjórninni að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við vaxandi fiskveiðar við Austur-Grænland og skoða sérstaklega þann kost að þjónustumiðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Haft verði náið samráð við heimamenn við gerð úttektarinnar.
Til hamingju Lilja - það er sko ekki á hverjum degi sem varamaður á Alþingi fær tillöguna sína samþykkta.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0825.html
2. Störf án staðsetningar. Þingsályktunartillaga lögð fram af þingmönnum Samfylkingarinnar. Tillagan er með þeim hætti að ríkisstjórninni er er falið að skilgreina öll störf á vegum ríkisins sem unnt er að vinna að mestu leyti eða möllu leyti óháð staðsetningu. Er tillagan lögð fram í því í því skyni að:
- jafna aðstöðu fólks til að sækja um og sinna margvíslegum störfum á vegum hins opinbera,
- auka möguleika fólks af landsbyggðinni til að gegna störfum á vegum ríkisins með því að gera hæfu fólki mögulegt að búa víðar en í sveitarfélagi viðkomandi stofnunar,
- stækka hóp hæfra umsækjanda um störf á vegum ríkisins,
- auka skilvirkni og draga úr kostnaði í opinberum rekstri.
Gert er ráð fyrir að 300-400 opinber störf losni árlega sem eiga möguleika á því að geta flust út á land.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0043.html
3. Og síðast en ekki síst að fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum er afnuminn með lögum. Mér skilst að þetta sé fyrsta málið með Ágúst Ólafur varformaður Samflylkingarinnar lagði fram. Frábært hjá honum!
p.s. átta þingmenn Samfylkingarinnar orðnir grænir og fjórir Vinstri grænir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.