Seðlabankann á Ísafjörð

Það hafa komið fjöldamargar hugmyndir að flutningi opinberra stofnanna út á land, og nú síðast um flutning Seðlabankans. Þetta er alveg brilliant hugmynd. Þarna er um að ræða vel launuð opinber störf sem geta unnist vel hér fyrir vestan. Ég held að Davíð myndi una sér vel hér í faðmi fjallanna, stutt fyrir hann að fara út í náttúruna þegar gengið er alveg að fara með hann.

En bendi á þessa síðu - http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/#entry-152120

Aðrar stofnanir sem við getum líka fóstrað eru: Fiskistofa, Þjóðskjalasafn, Landhelgisgæslan.

Opinber störf eru reyndar ekki allsherjar lausn á vandamálum okkar Vestfirðinga en þau hjálpa svo sannarlega til.

p.s. ellefu Samfylkingarþingmenn orðnir grænir, fimm vinstri grænir og einn framsóknarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Ekki má gleyma Hagstofunni

Albertína Friðbjörg, 20.3.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Katrín

Verða menn ekki grænir í framan þegar sjóveiki herjar á?  Spyr bara si svona

Katrín, 20.3.2007 kl. 13:00

3 identicon

Halló bara kvitta

Sirrý (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband