Reiðhöll á Söndum

Við fórum fjölskyldan að skoða nýju reiðhöllina á Söndum í dag. Þetta er glæsilegt mannvirki og aðstaðan öll alveg til fyrirmyndar. Eftir fallegan tónlistarflutning, ávarp af byggingarsögu, húsblessun, nokkrar framboðsræður, aðrar ræður og línudanssýningu var slegið upp kaffiborði sem jafnaðist á við góða fermingarveislu. Félagsmenn í Hestamannafélaginu Stormi: Takk fyrir mig og vegni ykkur vel í framtíðinni. 

hafdishelena

hestarsandar

Þetta eru æsispennandi kosningar í Hafnarfirði, andvígir með mjög tæpan meirihluta skv. fyrstu tölum. Ég átti nú von að því að fylgjendur yrðu ofan á - en ég vona að andvígir hafi þetta til loka. Ég veit um eitt heimili í Hafnarfirði þar sem húsmóðirin er andvíg en húsfaðirinn fylgjandi, það eru nú örugglega nokkur svona heimli í Hafnarfirði.

p.s. að lokum vill ég taka það fram, að gefnu tilefni, að skrif mín endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðun vinnuveitenda míns og eru algjörlega á mína ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gaman að sjá myndir af stelpunum. Er það rétt hjá mér að önnur sé eins og snýtt út úr nösunum á mömmu sinni og hin úr pabba sínum?

Kveðja Harpa

Harpa G. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband