Formannsþátturinn

Ég horfði á formannsþáttinn í Kastljósinu í gær og ég er ekkert smá stolt af minni konu.  Með virðingu fyrir öðrum frambjóðendum þá var hún langflottust, málefnaleg og traust. Það er kannski ekki skrýtið að Sjálfstæðismenn hafi neikvæð viðhorf til hennar þar sem þeim stendur veruleg ógn af henni, þeir vita hvað hún getur, það sýndi hún og sannaði í borginni. 

Mér fannst umræðan um umhverfismál og náttúruvernd fá full mikinn tíma í þættinum í gær, þó svo að þau séu mikilvæg. Það eru líka önnur málefni sem eru mjög mikilvæg  eins og  t.d. velferðmál sem hefði mátt ræða miklu meira. Ingibjörg Sólrún reyndi að hefja umræðuna um velferðamál en kallarnir voru ekki lengi að skipta aftur um umræðuefni. Eitt sem vakti athygli mína er að Vinstri grænir virðast vera komnir inn á stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem birtist í Fagra Íslandi og hafa fallið frá því að vera algjörlega á móti, heldur vilja eins og Samfylkingin fresta ákvörðunum um frekari stóriðju næstu fimm árin, þangað til það liggur fyrir nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð, ef marka má málflutning Steingríms J. í gær. Gott mál, sérstaklega ef Samfylkingin og Vinstri grænir ná að mynda stjórn saman.  

Þar sem þetta er mitt eigið óháða blogg þá tek ég mér það bessaleyfi að fjalla ekki um frammistöðu hinna leiðtoganna.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góð færsla. Ég er sammála þér en því miður missti ég af sjónvarpsþættinum og hef ekki en haft tíma til að kíkja á hann á netinu. Það er miklar umræður hér í bloggheimum um þáttinn og gaman að fylgjast með því. Baráttukveðjur

Edda Agnarsdóttir, 11.4.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna ! Á nú sjálfstæðisflokknum að stafa ógn af Ingibjörgu Sólrúnu nei það held ég ekki. Mér fynnst nú ekki að neinum ætti að stafa ógn af neinum, allir vinna jú sem einn maður "næstum því" eftir kostningar og það erum við sem kjósum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband