Súpufundur með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri

Ég á samt nærsveitungum mínum fengum boð með póstinum í dag á súpufund með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri sem halda á kl.12:10 en það gleymdist að nefna dagsetninguSmile. En fundurinn er víst á Ingibjög Sólrún og Össurmorgun, þriðjudaginn 17.apríl og haldinn í kosningamiðstöðinni að Aðalstræti 27 á Ísafirði. Sem fyrr eru allir velkomnir.

Ég fór landsfundinn um helgina og vá hvað það var gaman. Ég hreifst eins og allir aðrir viðstaddir að ræðu formannsins, enda ekki hægt annað - hún hitti beint í hjartastað.

Mona Sahlin formaður sænska jafnaðarmannaflokksins og Helle Thorning-Schmidt formaður danska jafnaðarmannaflokksins fluttu einnig eftirminnilegar ræður.

Stemmingin var alveg frábær sem náði hámarki þegar hátt í tvö þúsund landsfundargestir og Diddú sungu saman Maístjörnuna. 

Þegar ég var í stjórnmálafræðinni starfsræktum við ófromlegan kór sem kom fram við óformleg tækifæri. En til að komast í kórinn þurfti hver og einn að syngja Maístjörnuna (öll þrjú erindin) í fjölmenni, utanbókar og án undirleiks. En það var líka hægt að komast í kórinn með óformlegum leiðum t.d. með því að múta kórstjóranum og það var ekki gerð krafa um að geta haldið lagi, sem var afar hentugt fyrir mig.  En þetta var meira til gamans en alvöru. Stærsta giggið okkar var á sameiginlegri árshátíð stjórnmálafræðinema og hjúkrunarfræðinema, en annars komum við eingöngum fram í lokuðum gleðskap eða á Sólon.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samfylkingin Norðvesturkjördæmi

Svo hjartanlega sammála þér. Það var dúndrandi gleði á landsfundi og mikill kraftur í Samfylkingunni. Stórkostlegt hvað allir voru glaðir og skemmtilegir.  

Samfylkingin Norðvesturkjördæmi, 17.4.2007 kl. 08:35

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Var súpan pólitísk líka !

Skafti Elíasson, 18.4.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Var súpan pólitísk líka !

Skafti Elíasson, 18.4.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband