Laus störf á Vestfjörðum

Það var gleðilegt að lesa atvinnusíður Moggans í dag, en þar voru auglýst ansi mörg störf á svæðinu. Meðal auglýstra starfa voru þrjú ný sem kynnt voru í svokallaðri Vestfjarðarskýrslu. Matís (auglýsandinn) hrós skilið fyrir skjót viðbrögð. Þá eru bara eftir 66 störf.

Við fengum slæmar fréttir frá Bolungarvík á föstudaginn - 48 manns sagt upp. Það hefur furðanlega lítið farið fyrir þessum tíðindum í fjölmiðlum. Tæp 69 störf í tillögum Vestfjarðarnefndar mega síns lítið í þessum samanburði. Samkvæmt lauslegri samantekt minni hafa tapast hér 112 störf á rúmu ári.

Við fulltrúar Í-listans í bæjarstjórn höfum oft fengið á okkur þau orð að vera svartsýn, tala niður ástandið, vera full af bölmóð og verið nefnd niðurrifsöfl. Við höfum á næstum öllum fundum ef ekki öllum fundum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar rætt um atvinnumál, bent á það sem betur mætti fara og ekki síst komið með tillögur til uppbyggingar atvinnulífs. Læt hér fylgja með tillögur okkar í atvinnumálum.

Tillögur bæjarfulltrúa Í-listans í Ísafjarðarbæ um atvinnumál samþykktar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í ágúst 2006 - mars 2007.

15. mars 2007: Tillaga um viðræður við Orkubú Vestfjarða um hitavatnsboranir í Tungudal og Engidal í Skutulsfirði.

15. mars 2007: Tillgaga um möguleika á nýtingu ferskvatns úr Vestfjarðagöngum til vatnsútflutnings og stofnunar bruggverksmiðju.

1. mars 2007: Tillaga um stofnun Háskóla Vestfjarða.

15. febrúar 2007: Tillaga um að styrkja og efla Ísafjarðarhöfn sem þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland og möguleika á að umskipunarhöfn fyrir siglingar á Norðurhöfum verði staðsett á Vestfjörðum

15. febrúar 2007: Bókun um stuðning við hugmyndir um staðsetningu rannsóknarstofnunar í jarðkerfisfræðum á Ísafirði.

1. febrúar 2007: Tillaga um starfshóp til að vinna að stofnun Hornstrandastofu.

2. nóvember 2006: Tillaga um stuðning við uppbyggingu verknámsbrauta við Menntaskólann á Ísafirði.

5. október 2006: Tillaga um aukin umsvif og þjónustu Ísafjarðarhafna.

31. ágúst 2006: Tillaga um mótmæli við frestun vegaframkvæmda á Vestfjörðum.

Eins og má sjá af þessum lista höfum við verið nokkuð dugleg og við erum hvergi nærri hætt. Við munum halda áfram á að benda á það sem betur má fara og koma með fleiri uppbyggilegar tillögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband