Innri þekkingaröflun
Mánudagur, 30.4.2007
Brottför til Kaupmannahafnar kl 7:15 í fyrramálið. Framundan er fræðsluferð eða innri þekkingaröflun eins og það kallast á fína málinu. Viðkomustaðirnir eru Silkeborg, Kolding, Árósar og Frederica, eftir því sem ég best veit hafa þessir staðir verið að standa sig vel í svæðisbundinni þróun.
Set hér inn veðurspána fyrir Danmörku þessa daga sem ég verð á danskri grundu - en það vill svo til að ég verð í fríi föstudag og laugardag, sólardaganna. Þeim ætla ég að eyða í Árósum í yfirlæti hjá góðum vinum. Það lítur allt út fyrir ljómandi góða ferð þrátt fyrir stóru skipulagsmistökin að vera í fríi á föstudaginn en þá er hin heilagi danski dagur Store Bededag - sem þýðir að allar búðir eru lokaðar - líka H&M!
Athugasemdir
Hey líttu á björtu hliðarnar! Þú færð þá góða stund til að vinna í brúnkumálunum og kynna þér þá list sem danskir eru hvað bestir í - ölgerðarlistina - á milli bæna sko... Góða ferð!
Rannveig Þorvaldsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:00
Bjó í Kolding í 2 ár. Þetta er frábært svæði. Skemmtu þér vel og vonandi nærðu þér í ábatasama fræðslu :)
Vestfirðir, 1.5.2007 kl. 00:06
Heyrðu Arna mín! Glampandi sól ávallt hér hið minnsta í Kaupinháfn! Byggðastofnunnar-Maggi búinn að vera hér hjá mér síðan á fredag í sól og 15°C til 20°C hita! Sólbarinn með eindæmum....jæja allavega ég!
Guðmundur Björn, 5.5.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.