Fjölmenningarsetur að meika það!
Fimmtudagur, 10.5.2007
Laugardaginn 14. apríl s.l. veitti Samfylkingin Fjölmenningarsetri hvatningarverðlaun, og voru verðlaunin afhent á landsfundi flokksins í Egilshöll. Veitt var viðurkenningarskjal og fjárstyrkur að upphæð 200.000 krónur. Sjónarhóll, félag langveikra barna fékk einnig hvatningarverðlaun við sama tækifæri. Því miður var ekki flugfært þann dag og gat Elsa Arnardóttir forstöðukona Fjölmenningarseturs ekki veitt verðlaununum viðtöku á landsfundinum. En dag skiluðu verðlaunin sér í réttar hendur þegar sr. Karl V. Matthíasson frambjóðandi Samfylkingarinnar kom færandi hendi í höfuðstöðvar Fjölmenningarseturs (Íslands) í Þróunarsetri. Elsa er hörkukona, hún byrjaði sem eini starfsmaður Fjölmenningarseturs og hefur verið ansi dugleg að sækja sér verkefni og stöðugildi. Við þyrftum að fá fleiri konur eins og hana til Vestfjarða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.