Stjórnarmyndunarviðræður

Stjórnarmyndunarviðræðurnar virðast ganga vel skv. fréttum. Þetta er ægilega spennandi og miklar vangaveltur í gangi. Ég er búin að gera mína eigin spá um skiptingu ráðuneyta milli XS og XD sem byggir á óskhyggju minni, hefðum og smá raunsæi.

Mín spá (ég hef reyndar aldrei verið mikill spámaður)

S - listi

Solla - utanríkisráðuneyti

Össur - menntamálaráðuneyti (Björgvin passar þó betur við það ráðuneyti - eða minn maður Guðbjartur)

Jóhanna - félagsmálaráðuneyti

Þórunn - umhverfisráðuneyti

Ágúst Ólafur eða Katrín Júl - iðnaðar og viðskiptaráðuneyti - meiri líkur á Ágústi

Kristján Möller - samgönguráðuneyti

D - listi

Geir Hilmar - forsætisráðuneyti

Arnbjörg Sveins - landbúnaðarráðuneyti

Þorgerður - heilbrigðisráðuneyti

Bjarni Ben - dómsmálaráðuneyti

Einar K. - sjávarútvegsráðuneyti

Árni Matt - fjármálaráðuneyti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Er ekki Ingibjörg Sólrún betri í fjármálaráðuneytið?  Hún ætlar að leiðrétta hagstjórnarmistökin.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 18.5.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Held að þið verðið nú fljót að gleyma þessum svokölluðu hagstjórnarmistökum þegar þið verðið komin í ríkisstjórn. Annars lýst mér vel á þessa ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og var reyndar búin að spá þessu fyrir mánuði síðan.

Ingólfur H Þorleifsson, 18.5.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Ég myndi vilja sjá Björgvin G. Sigurðsson í menntamálin. Hann hefur sýnt það og sannað síðustu ár að hann hefur vit á þeim málaflokki.

Rannveig Þorvaldsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Tek undir að Solla verði fjármálaráðherra-  það felast mikil völd í að halda um strenginn á pyngjunni. Ég tel alveg ómögulegt að D fái bæði forsætis og fjármálaráðuneytið. spurning hvor verði ráðherra Guðbjartur eða Kristján.  Spurning er líka hvor verði líklegri ráðherra Ágúst eða Gunnar. Er erfitt og ósækilegt að ganga fram hjá varaformmani flokksins - þó svo að ég hafi gert það í minni spá.

Kristín Dýrfjörð, 20.5.2007 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hefði talið aðalmálið fyrir Vestfirðinga að það verði breyting á fiskveiðstefnu núverandi stjórnvalda.  Ef kerfið heldur áfram í óbreyttri mynd þá mun það halda áfram að eyða vestfirskum byggðum það er deginum ljósara. 

Það verður fróðlegt að vita hvort að hinn almenni liðsmaður S á Vestfjörðum sé tilbúinn að styðja ríkisstjórn sem mun ekki breyta einu né neinu í núverandi óstjórn fiskveiða.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband