Stjórn fiskveiða og stuðningur við ríkisstjórnina
Sunnudagur, 20.5.2007
Sigurjón Þórðarson spyr í athugsemdum hvort að hinn almenni stuðningsmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum sé tilbúinn að styðja ríkisstjórn sem mun ekki breyta neinu í óstjórn fiskveiða. Ég sem ein af almennum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar á Vestfjörðum hlýt að taka þetta til mín. Mitt svar er á þessa leið.
Ég hef aldrei verið talsmaður fiskveiðistjórnunarkerfisins og verð það ekki þó svo Samfylkingin verði væntanlega í ríkisstjórn. Ég mun hins vegar styðja ríkisstjórn sem Samfylkingin á aðild að - nema eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist. Ég tel það vænlegra í stöðunni að vinna í málum innan flokksins ef ég væri ekki sátt við stefnuna. Síðast þegar ég vissi var stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu í skrefum án þess að kippa rekstrargrundvelli undan starfandi útgerðum.
Ég tek undir með Sigurjóni að fiskveiðistjórnunarkerfið er að fara afar illa með byggðirnar við sjávarsíðuna og þá sérstaklega hér á Vestfjörðum. Örlög byggðanna eru í höndum fárra útgerðarmanna sem er að mínu mati algerlega óviðunandi.
Athugasemdir
Guð láti gott á vita og vonandi tekst Ingibjörgu Sólrúnu að komast út úr ræðunni sem Ágúst Einarsson samdi fyrir hana á LÍÚ þinginu fyrir einu og hálfu ári síðan. Það er óskandi að það sé hægt að komi einhverju vití í stefnu Samfylkingarinnar sem þér hugnast þ.e. að komast út úr kvótakerfinu sem eyðir byggðinni á Vestfjörðum.
Ég hef hringt í nokkra Samfylkingarmenn fyrir norðan og vestan í dag og þeim líst alls ekki á að syðja stjórn sem ætlar að fylgja óbreyttri eyðibyggðastefnu í sjávarútvegi.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.