Ný ríkisstjórn

Ég bíð spennt eftir fréttum af nýrri ríkisstjórn. Ég vona að við fáum samgönguráðuneytið, menntamálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið - og gott væri líka að fá félagsmálaráðuneytið. Vona líka að Evrópumálin komist á dagskrá. Já - ég er bjartsýn.

Þrír kvennráðherrar Samfylkingarinnar eru auðvitað sjálfsagt mál og í anda flokksins, gaman væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka það til framkvæmdar. Ég spái enn að Ingibjörg Sólrún, Jóhanna og Þórunn verði ráðherrar fyrir Samfylkinguna - og ég myndi vilja sjá Þorgerði Katrínu og Arnbjörgu Sveinsdóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.     

Það er búið að vera mikið um fundarhöld í dag, kynningarfundur um olíuhreinsunarstöð og í kvöld höldum við minnihlutafund í Í listanum á Suðureyri - þar verða bæjarmálin rædd í þaula.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband