Edinborgarhúsið opnað
Mánudagur, 4.6.2007
Edinborgarhúsið var opnað í gær með glæsilegri menningardagskrá. Ég ætlaði varla að trúa hvað þetta væri orðið flott. Húsið hefur tekið alveg ótrúlegum breytingum og var mér hugsað til sumranna 1997 og 1998 þegar ég starfaði í Edinborgarhúsinu hjá upplýsingamiðstöð ferðamála. Edinborgarhúsið var þá hálfgerð ruslageymsla að mestu leyti fyrir utan aðstöðu Vesturferða og upplýsingamiðstöðvarinnar og smá aðstöðu á annarri hæð. Sirrý K. hjá Háskólasetri og Hans Haraldsson (pabbi hans Heimis sem rekur upplýsingamiðstöðina í dag) störfuðu þá hjá Vesturferðum, og man ég eftir fyrstu vikunum á sumrin, en þá var lítið sem ekkert að gera hjá okkur (og ekkert internet). Ferðamennirnir fóru ekki að láta sjá sig í einhverjum mæli fyrr en í júlí - en í dag finnst mér þeir komu miklu fyrr. Þvílíkar breytingar á aðstöðu og umhverfi.
Til hamingju Edinborgarfólk og til hamingju við sem eigum eftir að njóta hússins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.