Er ekki flutt á Eyjuna

Bloggfærslur eru ansi stopular þessa daganna, sennilega hefur það eitthvað að gera með veðrið og sumarið. 

Annars er ég stödd í borg óttans.... þori varla út úr húsiWink

Reykjavíkurlífið er þó alveg bærilegt. Ég er búin að vera nokkuð iðin á "Hlöðunni". Það var nokkuð skemmtilegt að koma þangað aftur eftir fimm ára fjarveru, sama lyktin og starfsmannaveltan lítil sem engin, þó er komin nýr matráður. Sama má segja um Odda, sama andrúmsloftið, sömu kennararnir og kaffistofan með sama starfsfólkið. Þetta er soldið eins og að koma heim en það vantar reyndar frábæra félagsskapinn sem fylgdi mér þá. 

Ég er reyndar búin með biðraðaskammtinn minn fyrir árið eftir að hafa verið í þriggja tíma bílaröð frá Grundartanga að Mosfellsbæ. Svona getur borgarlífið líka verið.

Er búin að læra taka strætó frá Kringlu og alla leið niður að Háskóla. Smile

Góða veðrið og sundlaugarnar gera lífið bærilegt.

Og síðast en ekki síst;  Útsölurnar eru að byrja....  spurning hvort ég rati nokkuð aftur heim. Tounge

Set hér inn netútgáfu af Skutli - því frábæra blaði. Útbreiðslu svæðið er enn bara Vestfirðir og fyrir þá sem hafa misst af blaðinu geta lesið það hér:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Hver vegur að heiman er vegurinn heim Arna mín. Þú ratar heim...

Rannveig Þorvaldsdóttir, 26.6.2007 kl. 23:28

2 identicon

Ég get ekki annað sagt en að ég hafi brosað og fengið fiðring í magann þegar ég las þetta með kaffistofuna í Odda og bókhlöðuna. Fékk eitthvað nostalgíukast 

Gangi þér vel!

Harpa Guðfinns. (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gangi þér vel í skólanum og aftur heim, þú getur bara litið við á Skaga og hvílt þig ef umferðin er að bögga þig!

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband