Rannsóknarleiðangur á Óshyrnu
Föstudagur, 29.6.2007
Við fórum nokkur úr vinnunni í gær á Óshyrnu (sem er fjall á leiðinni til Bolungarvíkur) í blíðskaparveðri. Þetta var nú ekki bara skemmti og heilsubótarferð, heldur líka rannsóknarleiðangur. Gliðnunin Óshyrnunni líka mæld. Óstaðfestar mælingar benda til þess að sprungan hafi stækkað um 1,5 mm síðan í haust. Það er eins gott að við erum að fá jarðgöng. Í för með okkur var einnig nemi í landsslagsarkitektúr að safna sýnum í grasamöppuna sína, svo í dag þekki ég bæði ljósbera og brjóstagras, en fyrir þekkti ég þjóðarblómið Holtasóley. Þetta var mjög lærdómsríkt að fá að sjá alvöru vísindamenn að störfum. Ég tók auðvitað nokkrar myndir til staðfestingar á afrekinu.
Athugasemdir
Stærðir settar í samhengi.
"Gliðnunin Óshyrnunni líka mæld. Óstaðfestar mælingar benda til þess að sprungan hafi stækkað um 1,5 mm síðan í haust. Það er eins gott að við erum að fá jarðgöng."
Ansi er þetta rýr gliðnun miðað við Bolvíkinginn, Pálma Gestsson, sem gliðnaði um 2-3 sentímetra, í einni hestaferð!
Hlutföllin eru beinlínis ekki hlúandi að vísindarökum gangnasinna?
"Stórleikarinn Pálmi Gestsson liggur nú á spítala og jafnar sig eftir óhapp í hestaferð í byrjun vikunnar. Eins og kom fram á þessari síðu í gær lenti Pálmi á óþekkri meri í hestaferðinni. Merin tók á rás áður en hann gat komist í bæði ístöðin og fyrir vikið hentist hann fram og tilbaka í hnakknum með þeim afleiðingum að lífbeinið gliðnaði um 2-3 sentímetra. Sigurlaug Halldórsdóttir, kona Pálma, þykir einstakur húmoristi og var fljót að finna spaugilega hlið á þessu annars leiðinlega atviki. Sagði Sigurlaug að hingað til hefði hún talið að einungis konur fengju grindargliðnun. Pálmi hefði hins vegar sannað að svo væri ekki, hann hefði gliðnað svo mikið að hann gæti fætt 18 marka barn."
(Blaðsíða 42 í fréttablaðinu 29-6-07)
Kveðja Kjartan
Kjartan Valdemarsson, 30.6.2007 kl. 00:21
Skemmtilegar myndir.
Edda Agnarsdóttir, 30.6.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.