Sundhöll Ísafjarðar

Eins og nafnið gefur til kynna er Sundhöll Ísafjarðar heiti á sundaðstöðu okkar Ísfirðinga sem stendur því miður ekki lengur undir nafni. Þegar ég nýtti Sundhöllina sem allra mest á árunum 1987-1993 þá var tíðrætt um að það ný sundlaug væri alveg að detta í burðarliðinn. Fylkir Ágústsson hefur skrifað nokkrar greinar um sama efni og fyrir rúmu ári síðan skrifaði hann grein þar sem hann bendir á að fyrstu hugmyndirnar um nýja sundlaug hafi komið fram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1966.  Ekki sér enn fyrir endann á löngu biðinni...

Tveir fræknir íþróttamenn brugðu á það ráð að synda yfir Pollinn í síðustu viku til að vekja athygli á brýnni þörf.

Eftir minni bestu vitund eru ekki til nein framtíðarplön um uppbyggingu sundlaugar innan bæjarkerfisins. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra voru allir stjórnmálaflokkar tilbúnir að ganga beint í málið og sáu bjartsýnustu menn fram á að sundlaugin yrði risin innan fárra mánaða.  Ég held að það sé kominn tími til að setjast niður og setja sér markmið um að hér verði byggð sundlaug innan tveggja ára, finna góða staðsetningu, kanna með fjármögnunarleiðir og hefjast handa.

sundlaug3_1

Sundlaugin á Tálknafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta hugsaði ég líka þegar ég var á Ísafirði í sumar - svona eins og eina góða útisundlaug! Alltaf þaegar maður dettur niður í svona þankagang um eitthvað sem betur mætti vera á smærri stöðum úti á landi þá verður manni hugsað til allra trilljónerana nýju á íslandi og finnsst að þeir eigi að splæsa í svona hitt og þetta á smærri stöðum landsins okkar. 

Edda Agnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 12:37

2 identicon

Það hlýtur að teljast vísbending um að sveitarfélögin í Ísafjarðarsýslum hafi verið sameinuð of seint að u.þ.b. 5.000 manna svæði sitji uppi með 5 sundlaugar og enga sérstaklega góða að mati sundmanna. Að ekki sé talað um íþróttahúsin 7. Þannig finnst manni sturlun að bæta þeirri 6. við. En auðvitað hlýtur að vera hægt að hugsa þetta upp á nýtt, leggja af einhver íþróttamannvirki og byggja upp ný í staðinn – í takt við þarfir dagsins í dag. Treysti þér til að leiða alvöru umræðu um þetta, hún hefur verið úti í móa hingað til.

Kristinn Hermannsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:33

3 identicon

Nýrrar sundhallar er Þörf EN maður kemur alltaf að sama hlutnum og það er reksturinn. Kristinn Hermansson talar um að leggja af íþróttamannvirki. Spurning? EN varðandi rekstur á sundhöll er væntanlega hitun á vatni aðal rekstrarkostnaðurinn. Því tel ég að borun eftir heitu vatni sé vænlegasti kosturinn og hann beri að athuga áður en lengra er haldið.  Ég vil nýja sundhöll m.a. vegna sundkennslu barna, æfinga fyrir hin ýmsu sjósport þar er helst að nefna kennslu á öryggisatriðum vegna kajaka/seglbáta og til kennslu og kynningar á köfun. Ég er með þá ósk til allra sem koma að þessu máli að leggjast á eitt og finna heitt vatn! Þá er kominn grundvöllur til að byggja nýja sundhöll!!! Kveðja Halli Tryggva.

Haraldur Tryggvason (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband