Haustfílingur
Fimmtudagur, 23.8.2007
Ég var alveg komin með ógeð á fyrirsögninni; Sundhöll Ísafjarðar.
Það er komið komið haust í mínum huga með rigningu, aðalbláberjasultu í hvert mál, fyrirheitum um léttari lífstíl og skólabyrjun hjá frumburðinum. Hún er reyndar frekar róleg yfir því að vera byrja aftur í skólanum. Það er mér í fersku minni hvað mér þótti alltaf gaman að koma í skólann á haustin (þótt ég segði ekki nokkrum manni frá því - enda var það ekki kúl).
Ég get ekki ímyndað mér að það sé góður mórall í grunnskólanum þessa daganna, aðstoðarskólastjóranum sagt upp af pólitískum forsendum og það nýjasta að skólastjórinn búinn að segja upp. Það hlýtur að hafa verið erfitt að vera skólastjóri grunnskólans síðustu ár, í grunnskóla sem hefur rekin á afar hagkvæman hátt per nemanda miðað við aðra grunnskóla í landinu og í ofan álag þurft að búa við miklar hagræðingarkröfur að hálfu yfirmanna. Grunnskóli Ísafjarðar er ein af mikilvægustu stofnunum sveitarfélagsins og það er lágmark faglegar forsendur séu hafðar í fyrirrúmi þegar málefni hans eru rædd og sett í framkvæmd.
Dæturnar una sér vel og láta ekki óstjórn sveitarfélagsins hafa nein áhrif á sig. Sú eldri er staðráðin í því að vera dýralæknir en ekki er langt síðan að hana dreymdi um að verða kassadama í Bónus. Sú yngri er með mun einfaldari smekk - hún ætlar sér að vera prinsessa. Ætli prinsessunám sé lánshæft hjá lánasjóðunum?
Athugasemdir
Já það er ekki góður mórall í grunnskólanum okkar enda held ég að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hafi ekkert vit á fræðslumálum yfir höfuð en er þó alltaf að kroppa í innra starf skólans. Hann ætti bara að einbeita sér að olíuhreindistöð og þess háttar ómerkilegum hlutum. Sendum hann í aðra skoðunarferð.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:35
Það er ekki skemmtilegt þegar bæjarfélög eru undirsett af leiðindum vegna skólamála. Ég skil ekki alveg tilganginn þegar við þurfum að hugsa um velferð barna okkar en ekki einhverjar geðþóttarákvarðanir bæjaryfirvalda.
Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.