Reikningar stjórnnmálaflokka og framlög

Ég er búin að sitja tvo landsfundi hjá Samfylkingunni þar sem reikningar flokksins eru kynntir, bornir upp og samþykktir. Ég man nú ekki eftir neinu brjálæðislegum upphæðum þar. Hins vegar ætla ég ekkert að fullyrða í þeim efnum að stórir aðilar hafi verið að styrkja flokkinn í einhverju mæli. Þetta mætti skýra ef það eru einhverjar stórar upphæðir þar í gangi. Hæsta framlag mætti birta þó styrkveitandi sé ekki nafngreindur til þess að halda trúnað.

Þessar tölur má finna á vef Samfylkingarinnar úr ársreikningum flokksins.

Frjáls framlög og styrkir

2001:    6.009.592
2002:    2.368.392
2003:    1.672.386
2004:    3.327.140
2005:    9.144.641
2006:  44.998.898

Mér finnst samt svo ótrúlega merkilegt í þessari umræðu um 30.m.kr fjárframlag FL group til Sjálfstæðisflokksins, að þá koma sjallarnir fram með þá röksemd að Baugur sé að styrkja Samfylkinguna án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því nema sögusagnir. Það breytir ekki því að FL group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30.m.kr. Heitir þetta ekki smjörklípa a pólitísku máli??

Ég hef sterkan grun um það Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem búi yfir viðlíka stuðningsmannakerfi eins og nú er að koma í ljós.

Það kannast enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins við þennan styrk frá FL group. Er þetta trúverðugt?? Kannski eru reikningar Sjálfstæðisflokksins ekki kynntir, bornir upp og samþykktir. Ég fann reyndar ekki ársreikninga Sjálfstæðisflokksins á vefnum þeirra - þeir gætu líka verið leyndó eins og svo margt annað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég kaupi ekki þennan sauðshátt hjá þingmönnum Íhaldsins. Þeir eru bara hver um annan þverann að þvo á sér lúkurnar eins í Pílatus hér um árið. Það er í meira lagi dularfullt að það spyrjist ekki út að komið sé í kassann eftir að hann hefur verið tómlegur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2009 kl. 02:34

2 identicon

Ég hef alla vega ekki séð annan eins hóp af fullorðnum einstaklingum sem ekki muna neitt eða vita neitt um sinn flokk ... hvernig getur varaformaður, framkvæmdastjóri (fyrrum og núverandi / þáverandi) og þingmenn og ráðherrar og fleiri innan Sjallanna ekki vitað um 30 milljónir eða 25 milljónir???

Ég vona bara að þetta komi í bakið á Sjöllum og að þeir fari langt niður i fylgi ... þeir og sérstaklega þjóðin hefðu gott af því.

kærar kveðjur frá Akureyri,
   Doddi

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband