Slæmt veðurkarma

Það er svo merkilegt hvað ég er oft veðurteppt, en ég ræð ekki við veðrið (þótt ég gjarnan myndi vilja). Í kvöld á ég að vera á framboðsfundi á Þingeyri en sit í staðinn við eldhúsborðið hjá mömmu í Hafnarfirði. Ég vona að Dýrfirðingar fyrirgefi mér það Smile

Ég set hérna inn grein lýsir helstu áherslum mínum  - ef greinin á bb.is hefur farið framhjá einhverjum. Greinarnar standa svo stutt inni núna - þar sem það er prófkjör framundanWink

Byggjum gott samfélag á grunni jafnréttis

Um næstu helgi fer fram prófkjör Í-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í maí nk. Ég hef ég ákveðið að gefa kost á mér áframhaldandi setu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir hönd Í-listans. Helstu hugðarefni mín hafa verið á sviði atvinnumála og nýsköpunar, bæði sem verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og sem bæjarfulltrúi. Heilbrigt atvinnulíf er undirstaða öflugs velferðarkerfis þess vegna er afar mikilvægt að hlúa að atvinnulífinu og treysta grunnstoðir í samfélagsins. Við Vestfirðingar höfum því miður ekki búið við sömu skilyrði og aðrir landshlutar, má þar nefna helst samgöngur, raforkuöryggi, gagnaflutningar, flutningskostnað. Þessar grunnstoðir þurfa að vera í lagi ef byggja á upp öflugt atvinnulíf. Sveitarfélögum ber að skapa atvinnulífinu góða umgerð til vaxtar. Tel ég mig hafa þó nokkuð fram að færa í þeim efnum.

Það verður eitt brýnasta verkefni næstu bæjarstjórnar að halda uppi núverandi þjónustustigi og gera betur, á erfiðum tímum í rekstri bæjarfélagsins. Það verður krefjandi að leita leiða að tryggja íbúum Ísafjarðarbæjar góða þjónustu og um leið að borga niður uppsafnaðar skuldir bæjarsjóðs, ég er tilbúin til að takast á við það verkefni.

Á næstu árum stöndum við frammi fyrir tveimur stórum verkefnum sem ekki verður hjá komist, má þar nefna fyrst byggingu hjúkrunarheimilis. Það er okkar hlutverk að búa vel að öldruðum í sveitarfélaginu, fólkinu sem byggði upp samfélagið okkar. Það er öldruðum ekki bjóðandi að búa á sjúkrahúsi , tveir og þrír saman í herbergi. Hitt stóra verkefnið er að finna frambúðarlausn á sorpmálum sveitarfélagsins sem byggir á ábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu.

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að byggja upp gott velferðarsamfélag í Ísafjarðarbæ, en það vil ég gera á grunni jafnréttis, jöfnuðar og sjálfbærar þróunar. Þá vil ég leggja áherslu á að stjórn bæjarfélagsins verði byggð á sjónarmiðum um gegnsæi, heiðarleika og vandaða stjórnsýslu, þar sem almannahagsmunir eru ávallt settir ofar sérhagsmunum.

Með ósk um meðbyr í prófkjöri Í-listans 27. febrúar nk.

 


Reikningar stjórnnmálaflokka og framlög

Ég er búin að sitja tvo landsfundi hjá Samfylkingunni þar sem reikningar flokksins eru kynntir, bornir upp og samþykktir. Ég man nú ekki eftir neinu brjálæðislegum upphæðum þar. Hins vegar ætla ég ekkert að fullyrða í þeim efnum að stórir aðilar hafi verið að styrkja flokkinn í einhverju mæli. Þetta mætti skýra ef það eru einhverjar stórar upphæðir þar í gangi. Hæsta framlag mætti birta þó styrkveitandi sé ekki nafngreindur til þess að halda trúnað.

Þessar tölur má finna á vef Samfylkingarinnar úr ársreikningum flokksins.

Frjáls framlög og styrkir

2001:    6.009.592
2002:    2.368.392
2003:    1.672.386
2004:    3.327.140
2005:    9.144.641
2006:  44.998.898

Mér finnst samt svo ótrúlega merkilegt í þessari umræðu um 30.m.kr fjárframlag FL group til Sjálfstæðisflokksins, að þá koma sjallarnir fram með þá röksemd að Baugur sé að styrkja Samfylkinguna án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því nema sögusagnir. Það breytir ekki því að FL group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30.m.kr. Heitir þetta ekki smjörklípa a pólitísku máli??

Ég hef sterkan grun um það Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem búi yfir viðlíka stuðningsmannakerfi eins og nú er að koma í ljós.

Það kannast enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins við þennan styrk frá FL group. Er þetta trúverðugt?? Kannski eru reikningar Sjálfstæðisflokksins ekki kynntir, bornir upp og samþykktir. Ég fann reyndar ekki ársreikninga Sjálfstæðisflokksins á vefnum þeirra - þeir gætu líka verið leyndó eins og svo margt annað.

 

 


Atvinna fyrir alla

Á landsfundi Samfylkingarinnar sem haldin var 27-29. mars sl. var samþykkt stefna til eflingar atvinnulífsins. Stefnan ber yfirskriftina Atvinna fyrir alla og er megin markmið hennar að útrýma atvinnuleysi auk þess að skapa nýjan og traustari grundvöll fyrir atvinnulífið.


Aðildarviðræður við Evrópusambandið
Meðal þess sem er lögð rík áhersla í stefnu Samfylkingarinnar í atvinnumálum er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og eru fyrir því mörg rök. Aðild að ESB og upptaka evru er grundvöllur þess að skapa til framtíðar efnahagslegt jafnvægi og heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir atvinnulífið í landinu auk þess að laða til landsins erlenda fjárfestingu. Með aðild að ESB horfir Samfylkingin til lækkunar vaxta, afnáms gjaldeyrishafta, stöðugra verðlags og sterkari gjaldmiðils til að treysta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Ef ekki er gripið til þessara aðgerða er hætta á að atvinnulífinu blæði út. Flestir stjórnmálaflokkar hafa bent á nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil og að ekki sé lengur hægt að notast við krónuna. Það er aðeins einn flokkur hefur komið með raunverulega lausn á gjaldmiðilsvandamálinu sem felur í sér aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þetta er eitt af stórum málunum sem við þurfum að setja á dagskrána sama hvort við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan eða utan ESB. Eitt ættu allir flokkar að geta sameinast um en það er að færa valdið til þjóðarinnar, fara í samningaviðræður, sjá hvaða árangri við náum og ef hann er talinn viðunandi þá á efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB.

Bráðaaðgerðir
Aðild að Evrópusambandinu leysir að sjálfsögðu ekki þann bráðavanda sem nú steðjar að okkar þjóðfélagi. Við erum að horfast í augum við atvinnuleysi sem er að nálgast tveggja stafa tölu og við verðum að bregðast við. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að útrýma atvinnuleysi og vill hrinda í framkvæmd áætlun núverandi ríkisstjórnar um 6000 ný störf auk þess að skapa betri skilyrði fyrir fyrirtæki til atvinnusköpunar. Samfylkingin leggur upp með fjölþætt atvinnuátak um allt land þar sem lítil, meðalstór og ný fyrirtæki fá stuðning Atvinnuleysistryggingasjóðs og Vinnumálastofnunar til að ráða tímabundið starfsmenn í atvinnuleit. Rýmka þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna af ýmsu tagi þannig að þær nái einnig til leiguhúsnæðis í eigu félaga, félagasamtaka og sveitarfélaga. Samfylkingin vill forgangsraða nýjum framkvæmdum þar sem lögð verður áhersla á mannaflsfrekar framkvæmdir, s.s. í byggingaiðnaði og samgöngubótum. Einnig þarf að taka tillit til við úthlutun fjármagns úr opinberum sjóðum að horft verði til verkefna sem hafa í för með sér fjölda starfa. Full endurgreiðsla vegna viðhalds íbúðarhúsnæðis mun einnig auka atvinnu.


Fjölbreytt atvinnulíf
Kjarninn í stefnu Samfylkingarinnar er græn atvinnustefna. Við megum ekki blindast af þeim vanda sem nú steðjar og gleypa gagnrýnislaust einungis við stóriðjulausnum. Það er einmitt á þessum tímum sem við eigum að leggja áherslu á fjölbreytta atvinnusköpun. Við þekkjum orðið ansi mörg dæmi um hvernig einhæft atvinnulíf hefur leikið okkur grátt. Má þar nefna hugmyndir um Fjármálamiðstöðina Ísland. Við landsbyggðarfólk þekkjum líka vel til dæma um afleiðingar einhæfs atvinnulífs á byggðir. Við höfum horft upp á byggðarlög þar sem eitt fyrirtæki heldur á fjöregginu og ákvarðanir stjórnenda þess fyrirtækis skera úr um hvort fólk getur búið þar áfram eða ekki. Við skulum læra af reynslunni. Það var dapurlegt að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir í kappræðum í sjóvarpssal að lausnin í atvinnumálum þjóðarinnar fæli í sér byggingu tveggja álvera. Horfum til framtíðar. Við þurfum nýja hugsun þar sem mannauður, sjálfbær þróun, nýsköpun, rannsóknir og hugvit skapa grunnin að fjölbreyttu atvinnulífi og endurreisn efnahagslífisins. Við þurfum að nýta orkuna okkar þar sem best verð fæst fyrir hana til lengri tíma.

Veljum skynsamlegar leiðir í atvinnumálum og látum ekki glepjast af skammtíma lausnum sem binda okkur til framtíðar.


Evrópa að loknum landsfundi

Eftirfarandi var samþykkt á landsfundi Samfylkingarinnar:

Samfylkingin leggur áherslu á að jafnaðarstefnan verði það leiðarljós sem lýsi efnahagsstjórn okkar á næstu árum. Gætt verði fyllsta réttlætis við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar 2009 verður best borgið með félagshyggjustjórn sem sækir um aðild að ESB og leggur samning í dóm þjóðarinnar.

Þetta var samþykkt með dynjandi lófaklappi og var það ekki minna þegar nýkjörin formaður sagði að hún teldi að það væri best fyrir samfélagið að Sjálfstæðisflokkurinn væri best geymdur á stjórnarandstöðubekknum að loknum kosningum. (Allar húsmæður og feður vita að best er að senda börnin út að leika þegar taka á til Wink ).

Evrópumálin voru reyndar rauður þráður í gegnum allan landsfundinn en staðreyndin er sú að Samfylkingin er ein flokka með svona skýra afstöðu í málinu, og jú L-listinn sem hafnar alfarið ESB aðild. Það er grein eftir sunnlendinginn Bjarna Harðarson og einn forsvarsmanna L-listans í Mogganum í dag þar sem hann færir rök sín fyrir því að hann telji þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB- aðild ekki lýðræðislega. Orðrétt segir hann þetta sé ólýðræðislegt kosningaferli að leyfa þjóðinni að ákveða hvort  hún vilji samþykkja samning við ESB eða ekki. Lýðræðið er nú þannig að meirihlutinn ræður, sama hvort manni líkar betur eða verr. Bjarni Harðar er kannski með einhverja aðra sýn á lýðræðið. 

Framsóknarflokkurinn hefur reyndar verið hallur undir aðildarviðræður við ESB, þó hann gerir einhverja fyrirvara. VG vill leyfa þjóðinni að ráða þessu þó svo að flokkurinn sjálfur telji að hagsmunum Íslands sé best borgið utan sambandsins. Sjálfstæðisflokkur neitar að taka á þessu máli fyrir alvöru, enda hlýtur að vera erfitt fyrir marga Evrópusinna að vera í röðum Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund þeirra um helgina.

Þannig að ef Samfylkingin ætlar að standa föst á þessu stóra hagsmunamáli Íslands þá er ekki nema um tvennt að velja í stjórnarmynstri; í stjórn með VG eða Framsókn - eða hvoru tveggja. Svo er einn möguleiki í stöðunni í viðbót að Samfylkingin verði ein flokka með meirihluta... en það er fullmikil bjartsýni. Smile

En auðvitað eigum við að ganga til samninga við ESB og leggja hann í framhaldinu undir þjóðina. Það er lýðræði. Ég hef stundum heyrt að það gæti verið skynsamlegt að senda efasemdarfólk um ESB til samningsviðræðna til þess að ná betri samningum, það gæti verið vit í því. En við eigum að setja okkur samningsmarkmið og ganga til samninga á grundvelli þeirra. Og hananú!


Uppbygging atvinnuvega í nýjum aðstæðum

Í kjölfar efnahagshrunsins er ljóst að við Íslendingar þurfum að fara að hugsa upp á nýtt.  Hvernig ætlum við að byggja Ísland upp að nýju. Við erum í þeirri erfiðu stöðu að skulda gríðarlega háar fjárhæðir erlendis. Til að geta greitt niður erlendar skuldir okkar verðum við að flytja meira út en við flytjum inn.  Einblína þarf á þær atvinnugreinar sem geta skapað okkur útflutningstekjur.  Ferðaþjónusta, iðnaður og sjávarútvegur koma sterkar inn í þessu sambandi, en það vill svo til að þessar atvinnugreinar eru afar sterkar hér í okkar kjördæmi.  Aukin nýsköpun og vöruþróun í þessum atvinnugreinum í tengslum við uppbyggingu þekkingar geta skilað okkur árangri til framtíðar og markað okkur leið úr þeim efnahagslegu ógöngum sem við erum í.  Við þurfum að skilgreina sérkenni og styrkleika hvers svæðis og tengja það þekkingarsköpun.

Hagnýtar rannsóknir og atvinnulífið

Uppbygging þekkingarsetra er mikilvægur þáttur í því að styrkja samkeppnishæfni svæða, þar sem hagnýtar rannsóknir og tengsl við atvinnulífið fara saman. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að sjá árangur af slíkri starfsemi.  Má þar nefna Háskólasetur Snæfellsness sem var stofnað vorið 2006 og hefur því starfað í tæp þrjú ár. Þar starfa 4 starfsmenn í dag auk framhaldsnema og veltir setrið rúmum 69 milljónum á ári en ekki þarf mörgum blöðum að flétta um mikilvægi þessarar starfsemi fyrir samfélagið á Snæfellsnesi og atvinnulífið þar. Við þekkjum fleiri dæmi um atvinnusköpun af þessum toga mætti þar nefna stofnun fræðasetra í Bolungarvík, Þróunarsetur og Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði,  Skor á Patreksfirði, Verið  á Sauðárkróki, Þróunarsetrið á Hólmavík auk stóru háskólanna Bifröst, Landsbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á  Hólum.  Það er einmitt í umhverfi þekkingarsetra þar sem myndast þessi margumtalaði krítíski massi fyrir gerjun hugmynda og um leið grunnur fyrir þverfaglegt samstarf. Þekkingarsetrin víða um land eru mikilvægur þáttur í því að örva nýsköpun í fyrirtækjum og efla samkeppnishæfni, þess vegna er afar mikilvægt að stuðla að vexti þeirra og umgjörð.

Menningartend ferðaþjónusta

Miklir möguleikar eru fyrir hendi í þróun ferðaþjónustu sem byggir á menningu okkar, sögu og  arfleifð. Nú þegar eru fyrir hendi árangursrík dæmi um velheppnaða ferðaþjónustu sem byggja á sérkennum og sérstöðu svæða, sem hafa mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á sitt nærumhverfi. Í því samhengi er vert að nefna Galdrasýninguna á Ströndum og Landnámsetrið í Borgarnesi. Það er ekki  síst vegna þessara dæma sem við eigum að vera óhrædd við að horfa á ferðaþjónustu sem eina af burðaratvinnugreinum framtíðarinnar þó margt sé ógert í grunngerðinni.

Verkefni næstu ára eru krefjandi og ber þar hæst endurreisn efnhagslífsins. Það kemur m.a.  í hlut þingmanna þessa kjördæmis að búa til lífvænleg rekstrarskilyrði fyrir atvinnugreinar á landsbyggðinni. Það er ekki síst í þessu árferði sem við þurfum að hugsa til framtíðar og huga að atvinnugreinum sem geta skilað okkur út úr þeirri kreppu sem við erum í.  Íslenskur landbúnaður  er annar hornsteininn í  íslenskri matvælaframleiðslu. Við þurfum að treysta rekstrarskilyrði hans svo hann fái fullnýtt tækifæri sín á sviði fullvinnslu og nýsköpunar.

Uppbygging atvinnuvega í nýjum aðstæðum byggir fyrst og fremst á því næstu misserin að skapa útflutningstekjur og er þá afar mikilvægt að skapa útflutningsatvinnuvegunum samkeppnishæf rekstrarskilyrði, þá þurfum við að vera óhrædd við að fjárfesta í samgöngubótum á láði og legi auk þess  að taka upp stöðugan gjaldmiðil.


Leiðirnar tvær

Hvor leiðina skal fara....

Leið 1:

Lokað markaðshagkerfi, gjaldeyrishöft, krónan, skammtanir, status quo, verðbólga, gengisflökt, ofurvextir... 

Leið 2:

Opið markaðshagkerfi, fullt aðgengi að innri markaði ESB þ.m.t. niðurfelling tolla á fullunnar sjávarafurðir, evra sem gjaldmiðill þjóðarinnar, regluverk ESB til að verja fjármálakerfið og okkur gegn árásum, Ísland í samfélagi þjóðanna, Lægri vextir, lægra vöruverð....

... þetta er nú ekki flókið.


Kjördæmisþing

Ég brunaði í gær suður á Skagann til að taka þátt í kjördæmisþingi Samfylkingarinnar. Við fórum fimm héðan að vestan snemma í gærmorgun og vorum komin heim mjög seint í nótt. En það var þess virði. Benni var algjör hetja að nenna að keyra þetta á meðan hinir dormuðum (nema sem ég sem svaf langleiðina).

Á þinginu samþykktum við lista Samfylkingarinnar í NV með fyrirvara um breytingar á kosningalögunum. Á þinginu ræddum við líka áherslur okkar kjördæmis fyrir landsfundinn á næstu helgi.

Listinn okkar er svohljóðandi:

1. Guðbjartur Hannesson, alþingismaður, Akranesi.
2. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, Ísafirði.
3. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, Ísafirði.
4. Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur, Bifröst.
5. Anna Kristín Gunnarsdóttir, nemi og varaþingmaður, Sauðárkróki.
6. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði.
7. Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi, Hellissandi.
8. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður, Blönduósi.
9. Einar Benediktsson, verkamaður, Akranesi.
10. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri, Hólmavík.
11. Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi, Snæfellsnesi.
12. Hörður Unnsteinsson, stjórnmálafræðinemi, Borgarnesi.
13. Guðrún Helgadóttir, háskólakennari, Sauðarárkróki.
14. Jón Hákon Ágústsson, sjómaður, Bíldudal.
15. Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjóri, Akranesi .
16. Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri, Hvammstanga.
17. Johanna E. Van Schalkwyk, framhaldsskólakennari, Grundarfirði.
18. Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, Bolungarvík.

Ótrúlega flottur listi Wink

arna_gutti_ollý

Myndin er tekin frá Skessuhorni


Bundin til kosninga

Eftirfarandi var samþykkt á stjórnarfundi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ í gær: 

Stjórn Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ hvetur forystu Samfylkingarinnar til að taka upp viðræður við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um að flokkarnir gangi bundnir til kosninga. Þannig að fái þeir til þess fylgi, myndi þeir ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar.

Við í Samfylkingunni í Ísafjarðarbæ höfum afar góða reynslu af samstarfi við Vinstri græna í minnihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar - við erum þar reyndar líka með frjálslyndum. Samstarfið hefur verið með með miklum ágætum og man ég ekki eftir neinu ágreiningsmáli milli flokka á þeim vettvangi.


Viðvörunarbjöllur hringja

Hver man ekki eftir þessum slagorðum:

  • Vímuefnalaust Ísland árið 2000 (hér getum við reyndar tekið okkur á sem nú er) 
  • 90% húnsæðislán
  • 12.000 störf á ári
  • Árangur áfram - ekkert stopp
  • 20% niðurfelling skulda

Er ég ekki að gleyma einhverjum fleiri góðum slagorðum (töfraorðum) Framsóknar?? W00t


Baráttusætin í Reykjavík

Það hefur verið nóg að gera um helgina við að fylgjast með niðurstöðum prófkjara helgarinnar. Mér þótti einna sælast að fylgjast með góðum árangri mætra kvenna. Prófkjöri Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Mér finnst reyndar ekkert koma óvart í þeim efnum. En það er nokkuð skemmtilegt að spá í baráttusætin hjá þessum tveimur flokkum, þar bítast tvær ungar konur.

Anna PálaAnna Pála, formaður ungra jafnaðarmanna lenti í 10. sætinu hjá Samfó, hún var asni áberandi þegar valdaráninu í ráðhúsinu var mótmælt (konan með rauðu hanskana Smile).

 

 

 

 

 

 

 

 

Erla ÓskErla Ósk er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna, hún lenti í 8. sæti. Ég þekki reyndar ekki mikið til hennar en DV segir að hún hafi starfað í markaðsdeild Landsbankans og unnið að útbreiðslu Icesave.   

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband