Færsluflokkur: Bloggar
Kvennahlaup
Laugardagur, 16.6.2007
Við mæðgur hlupum að sjálfsögðu í morgun, ásamt ömmu, frænkum og frænda auk fjöldamargra annarra kvenna og nokkurra drengja. Kvennahlaupið er fín upphitun fyrir 19.júní, svona til að koma okkur í rétta gírinn. VIð fórum reyndar ekki nema 3 km - ætlaði reyndar seint í gærkveldi að fara 7 km en ákvað geyma það til betri tíma. Setti hérna mynd af okkur mæðgum, það vantar reyndar Hafdísi en hún var töluvert langt á undan okkur, einnig má glitta í ömmu í bakgrunni og sætasta frændann.
![]() |
Konur hlaupa víða í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vona að þetta gangi...
Miðvikudagur, 6.6.2007
En þetta verður án efa afar erfitt með engar aflaheimildir né skip. En má ekki búast við að ríkið hlaupi undir bagga með einhverjum hætti??
Frábært að það skuli vera til einstaklingar sem eru tilbúnir og trúa því að þetta sé hægt þegar aðrir treysta sér ekki að starfa í þessu rekstrarumhverfi.
![]() |
Oddatá kaupir allar fasteignir og tæki Kambs á Flateyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Edinborgarhúsið opnað
Mánudagur, 4.6.2007
Edinborgarhúsið var opnað í gær með glæsilegri menningardagskrá. Ég ætlaði varla að trúa hvað þetta væri orðið flott. Húsið hefur tekið alveg ótrúlegum breytingum og var mér hugsað til sumranna 1997 og 1998 þegar ég starfaði í Edinborgarhúsinu hjá upplýsingamiðstöð ferðamála. Edinborgarhúsið var þá hálfgerð ruslageymsla að mestu leyti fyrir utan aðstöðu Vesturferða og upplýsingamiðstöðvarinnar og smá aðstöðu á annarri hæð. Sirrý K. hjá Háskólasetri og Hans Haraldsson (pabbi hans Heimis sem rekur upplýsingamiðstöðina í dag) störfuðu þá hjá Vesturferðum, og man ég eftir fyrstu vikunum á sumrin, en þá var lítið sem ekkert að gera hjá okkur (og ekkert internet). Ferðamennirnir fóru ekki að láta sjá sig í einhverjum mæli fyrr en í júlí - en í dag finnst mér þeir komu miklu fyrr. Þvílíkar breytingar á aðstöðu og umhverfi.
Til hamingju Edinborgarfólk og til hamingju við sem eigum eftir að njóta hússins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að vonast eftir því að Guðbjartur yrði formaður fjárlaganefndar
Fimmtudagur, 31.5.2007
Gunnar Svavarsson er svo sem ágætur og ég vona að einhverjir af þingmönnum NV kjördæmis rati í fjárlaganefnd.
Ég er mjög ánægð að Katrín Júlíusdóttur verði formaður iðnaðarnefndar og er alveg viss um að hún eigi eftir að standa sig svakalega vel.
![]() |
Gunnar verður formaður fjárlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnumál á Flateyri og olíuhreinsunarstöð
Föstudagur, 25.5.2007
Vikan hefur verið ansi strembin eins oft vill verða í þeim vikum þegar bæjarstjórnarfundir eru haldnir. Á fundinum í gær voru tvö mál ansi fyrirferðamikil, atvinnumálin á Flateyri og hugsanleg uppbygging olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum. Fram kom á fundinum að ekki væri enn ljóst hvað væri búið að selja mikið af aflaheimildum á svæðinu en það á víst að skýrast í næstu viku. 36% íbúa á Flateyri störfuðu hjá Kambi - og þegar afleidd störf frá fyrirtækinu eru tekin inn í kæmi mér ekki á óvart að hátt helmingur íbúa hafi misst lífsviðurværi sitt. Það sem mér finnst slæmt í þessu er að það er lítið sem ekkert sem sveitarfélagið getur gert til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist. Við ráðum ekki yfir aflaheimildunum skv. núverandi kerfi og lífsviðurværi heilu byggðarlaganna eru undir örfáum útgerðarmönnum komið. Ég get ekki trúað að útgerðarmenn vilji einir bera þessa miklu samfélagslegu byrði.
Hugsanleg uppbygging olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum hefur vakið töluverða athygli undanfarið. Ég sat kynningarfund á vegum Fjórðungssambandsins og íslensks hátækniiðnaðar þar sem þeir síðarnefndu kynntu verkefnið auk þess sem valdir fyrirlesarar voru með erindi. Þetta var um margt áhugavert og ég hvet alla til að skoða erindin á heimasíðu Fjórðungssambandsins: http://www.fjordungssamband.is/?ew_news_onlyarea=ForsidaCntnt&ew_news_onlyposition=4&cat_id=1377&ew_4_a_id=3692 Ég lít svo á að við höfum einungis fengið aðra hliðina á fundinum - það má segja að þetta hafi verið svona halelúja fundur. Ég er ekki sannfærð um að þetta sé málið, við þurfum meiri upplýsingar að mínu mati. Með þessu er ég ekki að skjóta hugmyndina í kaf heldur er mörgum spurningum enn ósvarað í mínum huga. Þessi umræða var tekin upp á bæjarstjórnarfundi og þar kom í ljós að við upplifðum kynningarfundinn á mismunandi vegum en við komum okkur nú samt saman um sameiginlega tillögu um málið.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að þegar verði ráðist í þær frumrannsóknir sem þurfa að liggja fyrir áður en sveitarstjórnir á Vestfjörðum geta tekið afstöðu til hugsanlegrar olíuhreinsistöðvar í fjórðungnum. Lykilatriði er að áætlanir um uppbyggingu og rekstur slíkrar stöðvar standist íslensk lög og skuldbindingar í umhverfismálum. Jafnframt er nauðsynlegt að rannsókn verði gerð á áhrifum framkvæmdarinnar á samfélagið og að framkvæmdin muni hafa jákvæð áhrif til eflingar byggðar á Vestfjörðum."
Þriggja daga frí framundan og það búið er að lofa sumri á sunnudaginn skv. Einar Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Loksins. Annars ætti ég að vera að baka og þrífa þessa stundina þar sem von er á tengdamóðurinni strax í fyrramálið í stað þess að hanga á netinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pólitík á heimilinu
Miðvikudagur, 23.5.2007
Ég var að renna yfir sögur frá 3.bekk á heimasíðu Grunnskólans og fann eftirfarandi sögu eftir dóttur mína:
Landsfundur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins voru haldnir í Reykjavík 12. apríl til 14. apríl. Ræðurnar Sjálfstæðisflokksins og svo Halldór bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hélt fimm ræður. Tvær tókust hræðilega illa. Ræðurnar Samfylkingar tókust vel nema þrjár ræðurnar.
Í gærkveldi lenti svo faðirinn í þriðju gráðu yfirheyrslu um ríkisstjórnarmyndanir og ráðherraskipan, og ekki síst af hverju kvenráðherrar væru ráherrar en ekki ráðfrúr.
Það er greinilegt að pólitík hefur komið til tals einu sinni jafnvel tvisvar á heimilinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ný ríkisstjórn
Þriðjudagur, 22.5.2007
Ég bíð spennt eftir fréttum af nýrri ríkisstjórn. Ég vona að við fáum samgönguráðuneytið, menntamálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið - og gott væri líka að fá félagsmálaráðuneytið. Vona líka að Evrópumálin komist á dagskrá. Já - ég er bjartsýn.
Þrír kvennráðherrar Samfylkingarinnar eru auðvitað sjálfsagt mál og í anda flokksins, gaman væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka það til framkvæmdar. Ég spái enn að Ingibjörg Sólrún, Jóhanna og Þórunn verði ráðherrar fyrir Samfylkinguna - og ég myndi vilja sjá Þorgerði Katrínu og Arnbjörgu Sveinsdóttur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Það er búið að vera mikið um fundarhöld í dag, kynningarfundur um olíuhreinsunarstöð og í kvöld höldum við minnihlutafund í Í listanum á Suðureyri - þar verða bæjarmálin rædd í þaula.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn fiskveiða og stuðningur við ríkisstjórnina
Sunnudagur, 20.5.2007
Sigurjón Þórðarson spyr í athugsemdum hvort að hinn almenni stuðningsmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum sé tilbúinn að styðja ríkisstjórn sem mun ekki breyta neinu í óstjórn fiskveiða. Ég sem ein af almennum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar á Vestfjörðum hlýt að taka þetta til mín. Mitt svar er á þessa leið.
Ég hef aldrei verið talsmaður fiskveiðistjórnunarkerfisins og verð það ekki þó svo Samfylkingin verði væntanlega í ríkisstjórn. Ég mun hins vegar styðja ríkisstjórn sem Samfylkingin á aðild að - nema eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist. Ég tel það vænlegra í stöðunni að vinna í málum innan flokksins ef ég væri ekki sátt við stefnuna. Síðast þegar ég vissi var stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu í skrefum án þess að kippa rekstrargrundvelli undan starfandi útgerðum.
Ég tek undir með Sigurjóni að fiskveiðistjórnunarkerfið er að fara afar illa með byggðirnar við sjávarsíðuna og þá sérstaklega hér á Vestfjörðum. Örlög byggðanna eru í höndum fárra útgerðarmanna sem er að mínu mati algerlega óviðunandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnarmyndunarviðræður
Föstudagur, 18.5.2007
Stjórnarmyndunarviðræðurnar virðast ganga vel skv. fréttum. Þetta er ægilega spennandi og miklar vangaveltur í gangi. Ég er búin að gera mína eigin spá um skiptingu ráðuneyta milli XS og XD sem byggir á óskhyggju minni, hefðum og smá raunsæi.
Mín spá (ég hef reyndar aldrei verið mikill spámaður)
S - listi
Solla - utanríkisráðuneyti
Össur - menntamálaráðuneyti (Björgvin passar þó betur við það ráðuneyti - eða minn maður Guðbjartur)
Jóhanna - félagsmálaráðuneyti
Þórunn - umhverfisráðuneyti
Ágúst Ólafur eða Katrín Júl - iðnaðar og viðskiptaráðuneyti - meiri líkur á Ágústi
Kristján Möller - samgönguráðuneyti
D - listi
Geir Hilmar - forsætisráðuneyti
Arnbjörg Sveins - landbúnaðarráðuneyti
Þorgerður - heilbrigðisráðuneyti
Bjarni Ben - dómsmálaráðuneyti
Einar K. - sjávarútvegsráðuneyti
Árni Matt - fjármálaráðuneyti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Alvarleg tíðindi
Fimmtudagur, 17.5.2007
Það á ekki af okkur að ganga. Mikið vildi ég að kvótinn færi ekki til Brims heldur til framsýns athafnafólks á svæðinu. Það er alveg agalegt að heilu byggðarlögin skuli verða háð einu fyrirtæki og að ákvörðun eins til tveggja manna geti haft svona afdrífarík áhrif á samfélagið okkar.
![]() |
Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)