Þétt helgardagskrá framundan

Fréttir dagsins voru vægast ömurlegar fyrir okkur Ísfirðinga, Marel ætlar að loka starfsstöð sinni hérna á Ísafirði. Ég er allavega ótrúlega frústreruð yfir þessu og velti fyrir mér hvort að samfélagsskylda fyrirtækja sé ekki lengur við lýði. Starfsmenn Marels hér á Ísafirði búa yfir gríðarlegri þekkingu á sínu sviði og ég vonast til þess að þeir geti fundið þekkingu sinni farveg hér.

Annars er mikið að gera hjá okkur Samfylkingarfólki um helgina. Byrjum á kosningavorinu strax annað kvöld með því að taka í notkun kosningaskrifstofuna sem staðsett er að Aðalstræti 27.  Von er á góðum gestum m.a. Guðbjarti sem leiðir lista okkar Samfylkingarfólks í Norðvestrinu og Guðmundi Steingrímssyni sem er í framboði í Kraganum, auk þeirra stíga stokk bolvíska sveitin Grjóthrun í Hólshreppi, sem gerði garðinn frægan í þætti Jón Ólafssonar nú fyrr í vetur.

Á laugardag hefst svo ársfundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Var reyndar ekkert smá glöð þegar ég komst að því að við landsbyggðarkonur fáum ferðastyrk til að mæta á fundinn.  Mamma fer að sjálfsögðu með enda hafa þessar "gömlu" Kvennalistakellur ekkert smá gaman að mæta á svona skemmtilegar samkomur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl systir,

Ánægður með þetta framtak hjá þér að færi heimsbyggðinni fréttir að handan, þó að innihaldið sé nú kannski minn tebolli...

Kveðja,

Litli bróðir.

Jón Smári (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband