Konur og kaupmáttaraukning - ójöfnuður samfélagsins

Ársfundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar var alveg brilliant. Fundurinn samþykkti eftirfarandi stefnuyfirlýsingu, sem ég tek heilshugar undir:

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslensku þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Það gerir þjóðin best með því að ljá Samfylkingunni atkvæði sitt í kosningum 12. maí. næstkomandi.

Ingibjörg Sólrún sýndi það í verki að hún hafði kjark til að afnema þann kynjamismun sem ríkti þegar hún var valin til forystu sem borgarstjóri í Reykjavík; heiðarleika til þess að tala hreint út um hluti sem betur mættu fara og þor sem þarf til að velta við steinum og segja ójafnrétti og mismun stríð á hendur.

Íslendingar eiga þess nú kost að leiða jöfnuð, réttlæti og samábyrgð til öndvegis í íslenskum stjórnmálum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Kvennahreyfing Samfylkingar skorar á þjóðina að láta ekki það tækifæri framhjá sér fara.

Verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrsti kvenforsætisráðherra landsins mun hún fá fullan stuðning Kvennahreyfingarinnar til að hrinda eftirfarandi í framkvæmd:

- Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun
stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki.

- Tryggja að í stjórnkerfinu sé fjármagn og fólk með þekkingu til
að sinna jafnréttisstarfi.

- Minnka óútskýrðan kynbundinn launamun um helming hjá ríkinu á
næsta kjörtímabili, með það að markmiði að útrýma honum að fullu.

- Tryggja að konur verði helmingur ráðherra í ríkisstjórn Íslands

- Fjölga konum í hópi forstöðumanna ráðuneyta og ríkisstofnana
svo þær verði jafnmargar körlum við lok næsta kjörtímabils

- Fjölga konum í stjórnum fyrirtækja með því að gefa
almenningshlutafélögum frest til 6 ára til að koma hlutfalli kvenna
upp í 40% í stjórnum sínum. Þegar í stað verði komið upp
samráðsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs og ef nauðsyn krefur,
beitt lagasetningum.

- Beita sér fyrir viðræðum milli ríkisvaldsins og aðila
vinnumarkaðar um að stytta virkan vinnutíma í áföngum

- Afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að
rannsaka og afla gagna sé grunur um að jafnréttislög séu brotin

- Lengja fæðingarorlof í eitt ár. Börnum einhleypra foreldra
verði veittur sami réttur til samvista við foreldra sína og önnur
börn njóta.

- Hefja virka baráttu gegn klámvæðingu samfélagsins.

- Tryggja að konur af erlendum uppruna missi ekki dvalarleyfi
sitt við skilnað við íslenska eiginmenn sína

- Endurskoða í heild sinni refsilöggjöf sem lýtur að kynbundnu
ofbeldi s.s. refsiramma kynferðisglæpa, skilgreiningu nauðgunar, um
kaupendur vændis, fyrningu kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum og
réttarfarslegar umbætur í heimilsofbeldismálum.

- Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra m.a. með því að tryggja rétt
þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og
framfærslustyrk, óháð búsetu

- Draga verulega úr tekjutengingu barnabóta sem kemur harkalega
niður á einstæðum foreldrum.

Katrín Júlíusdóttir þingkona Samfylkingarinnar sagði frá niðurstöðu fyrirspurnar sem hún lagði fyrir forsætisráðuneytið um kynjaskiptingu í skipan í nefndir og ráð hjá ráðuneytunum frá nóvember 2004 til febrúar 2006.
 
Niðurstöðurnar eru hreint út sagt ótrúlegar í ljósi þess að nú er árið 2007:
Forsætisráðuneytið – 68% karlar og 32% konur
Fjármálaráðuneytið – 69% karlar og 31% konur
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið – 77% karlar og 23% konur
Sjávarútvegsráðuneytið – 80% karlar og 20% konur
Samgönguráðuneytið – 81% karlar og 19% konur
Landbúnaðarráðuneytið – 88% karlar og 12% konur

Þessum upplýsingum þarf heldur betur að halda á lofti....

Í vélinni vestur í morgun las ég grein Stefáns Ólafssonar prófessors um ójafna kaupmáttaraukningu sem birtist í Mogganum í morgun, þar sem hann dró fram niðurstöður Hagstofu Íslands og Þjóðhagsstofnunar um kaupmáttaraukningu á Íslandi. Þar kemur fram að kaupmáttaraukning á milli áranna 1993-2005 var 92,4% hjá þeim lægst launuðu en 216,9% hjá þeim hæðst launuðu. Stefán hefur verið ansi ötull að benda á vaxandi ójöfnuð í samfélaginu síðustu ár og á hann hrós skilið fyrir það. Vargar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki haft erindi sem erfiði að hrekja niðurstöður hans enda byggir hann þær á gögnum frá opinberum stofnunum.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband