Farin í kaupstaðarferð
Miðvikudagur, 21.3.2007
- heim til mömmu. En hér í Hafnarfirði viðrar ekkert alltof vel. Það leit nú ekkert sérstaklega vel út að ég kæmist suður, þar sem bæði flugleiðin og landleiðin voru lokuð. En ég komst að lokum og var komin seint í gærkveldi. Ég hafði vonast til þess að ná í kjötsúpuna á Brú en það var búið að loka þegar við komust þangað. En kjötsúpan í Brú er alveg afbragð, sterk og matarmikil, svo ekki sé minnst á soðbrauðið.
Dagurinn í dag fór að mestu í innri þekkingaröflun og annað smálegt. Ég fór á ráðstefnu um framtíðarfræði og notkun hennar í stefnumótun. Það er nú ekki í frásögu færandi en það að ein af dæmisögunum sem einn fyrirlesarinn notaði var frá Ísafirði. Það fannst mér nokkuð áhugavert og eftir smá rannsóknarvinnu komst ég að því að fyrirlesarinn hafði hitt bæjarstjóra okkar daginn áður og ræddu þeir um lokun Marels og áhrif þess á samfélagið. Fyrirlesarinn sá sér leik á borði og notaði það dæmi í tengslum við sitt efni í dag. Svona er nú heimurinn lítill.
Athugasemdir
væri gaman að sjá þig í firðinum skvís annars ætlar danski hópurinn að fá sér öl saman annaðkvöld(föstudagskvöld), hljómar það ekkert spennandi?? hmmm haaaa??
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.