Eyðingaröflin!
Miðvikudagur, 28.3.2007
Ég fékk þessa mynd senda frá kaffistofusamstarfsfélaga.
Þetta eru ansi kaldar staðreyndir.
Ég kannast nú eitthvað við handbragðið
Miðvikudagur, 28.3.2007
Ég fékk þessa mynd senda frá kaffistofusamstarfsfélaga.
Þetta eru ansi kaldar staðreyndir.
Ég kannast nú eitthvað við handbragðið
Athugasemdir
Já, napurt er það - en sannleikur í því fólginn engu að síður.
Við gefumst samt ekki upp: Lifi Vestfirðir!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.3.2007 kl. 23:11
Sælar, Anna Lára og Ólína !
Jú, jú, enn ein sönnunin fyrir, hvað kapítalísk og önnur óþjóðleg öfl stefna að, gagnvart landsbyggðinni. Þið heyrðuð líklega gorgeirinn, í hinum aumkunarverða og hvítstrokna Jóni Karli Ólafssyni, eins helzta áróðursmanns ferðaþjónustunnar; í kvöldfréttunum (29. Marz) gegn áframhaldandi hvalveiðum okkar. Þessi klíka, hver vill ráðskazt og gína yfir fólkinu í landinu, stefnir að einskonar Hundaeyjaástandi (Kanarí eyja) hér;yfir 1000000 útlendinga vaðandi hér yfir allt, allan ársins hring; og okkur landsmenn á ekkert að spyrja, hversu okkur þætti, eða þykir um þær ráðagerðir. Landbúnaður og sjávarútvegur er þessum piltum einskis virði, fremur en margar þær iðngreinar, sem fyrir hafa verið; í landinu.
Er ekki orðið tímabært, að landsfjórðungarnir fari að losna undan ægivaldi Reykjavíkur miðstjórnarinnar ?
Með beztu kveðjum, úr Sunnlendinga fjórðungi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:01
AHHH..... Fyrirgefðu rangnefnið Arna Lára !
Mbk / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 02:07
Ég hélt að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ætti að hjálpa til að byggja upp Vestfirði, ekki rífa niður. Höfundur er titlaður verkefnisstjóri á heimasíðu félagsins og finnst mér þetta í hæsta máta óviðeigandi.
Miðað við tímasetningu þá eru þessi skrif gerð á vinnutíma, er þetta hluti af starfinu?
Kristín Hálfdánsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:47
Bíddu nú við !! Nú get ég bara ekki orða bundist . Vissi ekki til að þetta væri "vinnublogg" hjá þér Arna ! Þú hlýtur nú að eiga rétt á persónulegum skoðunum áháð því hvar þú vinnur.... Það er aldeilis að Kristín veit mikið um hvenær þú átt matar- og kaffitíma.
Gréta (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.