Gleðilegt sumar

Sumarið hófst með afmælisveislu dótturinnar og voru síðustu gestirnir að fara.

Annars var ég búin að blogga þvílíkt í gærkveldi og svo datt það út... en það sem ég vildi segja í gær var smá update frá góðum súpufundi, þar sem súpan rammpólitíska sló alveg í gegn og ekki síður sá beitti boðskapur sem henni fylgdi. Sjávarútvegsmálin og umræða um hugsanlega olíuhreinsunarstöð var ofarlega í huga fólks.

Ég fékk nú aðeins fyrir hjartað þegar ég heyrði fyrst hugmyndinar um olíuhreinsistöð og sá fyrir mér rússneska olíuhreinsistöð, ryðgaða og úrelda, starfsfólkið  með mikinn hósta vegna mengunar.  Svona þarf hún að sjálfsögðu ekki að vera.  En þessa hugmynd þarf að skoða mjög gaumgæfilega að mínu mati, áður en hægt er að taka upplýsta ákvörðun.

Meðfylgjandi myndir eru reyndar ekki frá Rússlandi, sú fyrri er frá Noregi og hin er af einu af skipum Maersk.

Melkoya4_80019320580


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta var allavega áhugavert í sjónvarpinu - og ég er auvitað nokkuð hlutdræg, en mér fannst okkar menn bestir!

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband