Tónleikar til styrktar vegasamgöngum á Vestfjörðum

Heyrði það í svæðisútvarpinu áðan að það á að halda tónleika til styrktar samgöngum á Vestfjörðum á Gauk á Stöng á föstudaginn - brilliant hugmynd. Fyrir þá vilja styrkja þetta góða málefni þá eru allar upplýsingar á þessari slóð: http://blog.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendID=171110156&blogID=323534605

Vegasamgöngur í Barðastrandasýslum eru vægt til orða tekið ömurlegar. Samgönguráðherrann Kristján Möller keyrði vestur á Patró í gær (báðar leiðirnar) og hélt afar fjölmennan fund um þetta baráttumál okkar Vestfirðinga - ég gat ekki skilið annað en að hann sýndi þessu máli fullann skilning. En best er að bíða eftir framkvæmdum - það er ég búin að læra.  Það fylgdi ekki sögunni hvort hann hafi orðið bílveikur á leiðinni. Ónefndur aðstoðarmaður ónefnds ráðherra Samfylkingarinnar varð víst bílveikur á leið sinni á Patreksfjörð í sumar.Grin 

Af öðrum ósamöngum á Vestfjörðum þá eru bæði Hrafneyrarheiði og Dynjandisheiði orðnar ófærar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Pé

Snilld með þessa tónleika !

Langar að benda þér á síðuna hjá Rebekku minni. Myndir síðan stelpurnar okkar voru í prinsessu-leik þegar Hlíðarvegspúka-partýið var

Rebekku síða

Linda Pé, 31.10.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Takk fyrir ábendingurna Linda. Alveg frábærar myndir.

Arna Lára Jónsdóttir, 1.11.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband