Í gamla Sovét

Fyrir nokkru lofaði ég myndum frá Vilnius. Eftir mikla ritskoðun og pólitíska rétthugsun fundust nokkrar sem eru birtingarhæfar hér á alnetinu, aðrar myndir verða þó bara til heimbrúks.

IMG_2851

Fyrsta kristna kirkjan sem byggð var í Vilnius

IMG_2855°

Við ána Neris sem rennur í gegnum borgina

IMG_2889´

Við leituðum uppi Íslandsgötu fyrir þjóðernisstoltið.

IMG_2891

Hún var reyndar pínu hrörleg - en á örugglega eftir að ganga í gegnum einhverjar endurbætur. Wink

IMG_2892

Við tókum einu sinni strætó - það var reyndar hrein kjarabót. Farið kostaði tæpar 40 kr.

IMG_2983 

Það eru miklar framkvæmdir í gangi í Vilnius og þá sérstaklega vegaframkvæmdir. Til dæmis var okkur sagt að tvær af þremur stórum útgönguleiðum úr borginni væru lokaðar vegna framkvæmda - og mátti oft sjá skilti með Evrópusambandsfánanum. Spurning hvort við Vestfirðingar kljúfum okkur ekki frá Íslandi og göngum í Evrópusambandið og fáum almennilega vegi í leiðinni.Wink 

Vilnius er góður áfangastaður, fínt að versla, gott að borða og þó nokkuð að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband