Kjördæmisþing
Sunnudagur, 22.3.2009
Ég brunaði í gær suður á Skagann til að taka þátt í kjördæmisþingi Samfylkingarinnar. Við fórum fimm héðan að vestan snemma í gærmorgun og vorum komin heim mjög seint í nótt. En það var þess virði. Benni var algjör hetja að nenna að keyra þetta á meðan hinir dormuðum (nema sem ég sem svaf langleiðina).
Á þinginu samþykktum við lista Samfylkingarinnar í NV með fyrirvara um breytingar á kosningalögunum. Á þinginu ræddum við líka áherslur okkar kjördæmis fyrir landsfundinn á næstu helgi.
Listinn okkar er svohljóðandi:
1. Guðbjartur Hannesson, alþingismaður, Akranesi.
2. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, Ísafirði.
3. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, Ísafirði.
4. Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur, Bifröst.
5. Anna Kristín Gunnarsdóttir, nemi og varaþingmaður, Sauðárkróki.
6. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði.
7. Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi, Hellissandi.
8. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður, Blönduósi.
9. Einar Benediktsson, verkamaður, Akranesi.
10. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri, Hólmavík.
11. Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi, Snæfellsnesi.
12. Hörður Unnsteinsson, stjórnmálafræðinemi, Borgarnesi.
13. Guðrún Helgadóttir, háskólakennari, Sauðarárkróki.
14. Jón Hákon Ágústsson, sjómaður, Bíldudal.
15. Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjóri, Akranesi .
16. Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri, Hvammstanga.
17. Johanna E. Van Schalkwyk, framhaldsskólakennari, Grundarfirði.
18. Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, Bolungarvík.
Ótrúlega flottur listi
Myndin er tekin frá Skessuhorni
Athugasemdir
Glæsilegt. Viss um að þið þrjú komist á þing.
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 26.3.2009 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.