Leiðirnar tvær

Hvor leiðina skal fara....

Leið 1:

Lokað markaðshagkerfi, gjaldeyrishöft, krónan, skammtanir, status quo, verðbólga, gengisflökt, ofurvextir... 

Leið 2:

Opið markaðshagkerfi, fullt aðgengi að innri markaði ESB þ.m.t. niðurfelling tolla á fullunnar sjávarafurðir, evra sem gjaldmiðill þjóðarinnar, regluverk ESB til að verja fjármálakerfið og okkur gegn árásum, Ísland í samfélagi þjóðanna, Lægri vextir, lægra vöruverð....

... þetta er nú ekki flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef einhver telur sjálfum sér trú um það að innganga í ESB sé aðeins stefna í gjaldmiðilsmálum og ekkert annað, þá er þetta ekki flókið. Þá værum við líka löngu komin þangað inn. En það er bara ekki þannig, þess vegna er þetta flókið.

Ísland verður ekki síður þátttakandi í samfélagi þjóðanna utan ESB sem innan, rétt eins og hingað til. Við eigum nú þegar aðild að 59 alþjóðastofnunum sem varða öll svið þjóðlífs og mannlífs.

Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Málið er í mínum huga einfalt.

Leið A. Afturhvarf til óðaverðbólgu 9. áratugarins - höft - háir vextir - einhæfara atvinnulíf - mun lakari lífskjör

Leið B. Fari inn í umsóknarferli í ESB. Þegar samningar hafa tekist og þjóðin stigði skrefið, verður hægt að tengja krónuna við evruna með 15% vikmörkum þar til við uppfyllum skilyrði myntbandalagsins. Þegar krónan hefur verið tengd, verður varðtrygging afnumin og vextir sambærilegir við ESB svæðið.

Mitt val er auðvelt - Leið B takk.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Arna Lára inn í þing !!!!!!!!!!!

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það er nú eitt að vilja skoða kosti aðlildar en annað að koma með svona bölvaða vitleysu, Arna Lára.  Þetta ber vott um rökþrota upphrópanir.  Ég trúi ekki að kjósendur séu svo vitlausir að gleypa svona vitleysu.

Ég skal nefna dæmi um viðlíka rökleysu:

  • Þeir sem styðja KR fara til himna, hinir til helvítis !
  • Annaðhvort reykir fólk filterslausann Kamel eða það er fanatískar pempíur sem kunna ekki að njóta lífsins !

Ég vil taka það fram að þessi dæmi sem ég nefndi, er ekkert líkt mínum lífsskoðunum.  Einnig vil ég nefna það að ég vil að farið verði í aðildarviðræður, en það á ekki að stökkva inn í ESB sama hvað það kostar.  Þess vegna er Samfylkingunni síst allra flokka treystandi til að stýra slíkum viðræðum.

Sigurður Jón Hreinsson, 26.3.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband