Eftirleikurinn

Baráttan í gær virðist hafa skilað því að Vestfirðir eru komnir inn á dagskrá, en það er alveg óvíst hversu lengi það verður. Þingmenn kjördæmisins hittust víst í dag til að ræða málin og fram kom í fréttum dagsins að taka á upp málið á ríkisstjórnarfundi á morgun. Geir Hilmar forsætisráðherra sagði í hádegisviðtalinu í dag á stöð 2 að hann ætlaði að kanna hvort það væri eitthvað sem ríkisstjórnin gæti gert - það er alveg greinilegt að hann var ekki með sína útsendara á fundinum. WinkÞað er nú ekkert vandamál að koma með haldbærar tillögur til að koma til móts við kröfur okkar Vestfirðinga.

Hérna kemur minn listi (ekki í neinni sérstakri forgangsröðun):

1. Flutningsjöfnun(styrkir) á meðan við bíðum eftir samkeppnishæfum samgöngum 

2. Háskólatetur Vestfjarða verði Háskóli Vestfjarða  - enda allir sammála um menntun sé lyklinn að jákvæðri byggðaþróun.  Einn liður í því væri að fá hingað ESSI stofnunina sem mikið hefur verið rætt um til byggja styrkari stoðir undir háskólaumhverfið.

3. Að Menntaskólinn á Ísafirði fái að halda uppi almennilegri iðnbraut og ekki síst fái að þróa dreifnámið sitt.

4. Tenging milli Suður og norðurfjarða Vestfjarða með jarðgöngum.

5.  Afsláttur á greiðslu námslána til fólks sem kýs að flytjast út á land að námi loknu (þetta er víst gert í Noregi til að fá fólkið aftur heim með góðum árangri)

Og að lokum myndi ég ekki slá hendinni á móti 20 þús  þorskígildistonnum sem viðleitni til að skila aftur auðlindinni okkar, eins Ólafur Bjarni kom með tillögu um á baráttufundinum í gær.

Og ekki má gleyma öllum opinberu störfunum sem búið er að marglofa - en þau hefðu mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið samhliða hinum aðgerðunum.  Ætli Geir Hilmar myndi samþykkja þennan lista??Smile

Spurning um að senda honum Byggðaáætlun Vestfjarða frá árinu 2003 - þar er aldeilis nóg af tillögum og aðgerðum sem grípa mætti til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

4. Tenging milli Suður og norðurfjarða Vestfjarða með jarðgöngum.

Af hverju?
Hvað fáið þið út úr þessum göngum?

Birna Mjöll Atladóttir, 13.3.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband