Eru innflytjendur hvalreki eða ógn fyrir samfélög á landsbyggðinni?

Er yfirskriftin á ráðstefnu Fjölmenningarseturs og Háskólaseturs Vestfjarða um innflytjendur í dreifbýli og áhrif þeirra á byggðaþróun.  Það er vel við hæfi að ráðstefnan verði haldin hér á Ísafirði, en tæplega 7% íbúa Vestfjarða eru með erlent ríkisfang. Ég þekki nú ekki hlutföllin í öðrum landshlutum, en það er væntanlega mjög hátt á Austurlandi tímabundið vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi. En á Vestfjörðum eru Pólverjar fjölmennastir, svo koma Tælendingar, Filippseyingar og svo Þjóðverjar, en við Vestfirðingar eru með yfir 30 mismunandi ríkisföng. Á ráðstefnunni verða fluttir mjög fróðleg erindi af innlendum og erlendum fyrirlesurum sem eru mjög aktuel hér og fáum að heyra reynslu Kanada af innflytjendum í dreifbýli.    

Allt um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Háskólaseturs http://www.hsvest.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband