Ríkisstjórnin fallin

Skoðanakönnunin kemur mér í stórum dráttum ekkert á óvart. Það reyndar kemur skýrt fram að Ómar Ragnarsson og hans félagar nýtur talsverts trausts, framboðið er einungis nokkra daga gamalt, stefnumál ekki komin fram og við vitum að þetta er einhvers konar hægri-grænn flokkur og samt eru 5% þjóðarinnar tilbúin að kjósa framboðið. Nú fer kosningabaráttan væntanlega á fullt skrið eftir páska. Mér hafa alltaf fundist kosningavorin vera mjög skemmtilegur tími, gaman hvernig samfélagið vaknar og umræðan fer af stað. Það er stórt verkefni framundan fyrir okkur Samfylkingarfólk fram að kosningum, við þurfum að sannfæra minnst 7% fleiri kjósendur í Norðvestur kjördæmi að Anna Kristín, Gutti og Kalli séu trúverðug til þess að vinna að hagsmunum okkar hér í kjördæminu. Nú held ég að við höfum náð botninum og nú sé leiðin bara upp á við.  Smile


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Arna mín, þú ert nú orðin það stór stelpa að þú veist að ekkert er að marka þetta- það verður aldrei vinstristjórn....eða hvað...? Ég hélt að þú værir flutt í pútnahús Framsóknarmanna í Borginni.

kv,

tolli

Þorleifur Ágústsson, 25.3.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband