Færsluflokkur: Bloggar
Samþykkt lækkun á skólamáltíðum í leik og grunnskólum Ísafjarðarbæjar
Mánudagur, 5.3.2007
Það var samþykkt lækkun á skólamáltíðum í leik og grunnskólum Ísafjarðarbæjar í bæjarstjórn Ísafjarbæjar 1. mars, í samræmi við lækkun matarvarverðs sem tók gildi þann sama dag.
Samþykktin hefur sennilega ekki enn skilað sér til verktakans sem sér um skólamáltíðirnar - því verðið hefur ekkert lækkað og í dag er 5. mars. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu langan tíma það tekur að fá samþykktina í gildi - ég vona bara að við þurfum ekki að siga Neytandastofu á bæinn!
![]() |
Hafa ekki orðið við tilmælum um að lækka verð á skólamáltíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Atvinnumál
Föstudagur, 2.3.2007
Enn eru að berast fréttir af uppsögnum og nú síðast rannsóknarstofan Agar og bætast nú tvö störf í viðbót á listann: Töpuð störf. Spurning hvar þessi óheillaþróun endar. Nú er ekkert sem heitir fyrir okkur en að reyna að standa í lappirnar og snúa þessari þróun við.
Kolla Sverris hitti naglann á höfuð reyndar eins og margt oft áður þegar hún lét þessi orð falla atvinnuástandið á svæðinu:
NEI nú segjum við stopp Vestfirðingar sama hvar í flokki við erum. Við látum ekki bjóða okkur meir, það er kominn tími á uppgjör þar sem að menn þurfa að átta sig á að byggðunum blæðir á meðan sameiginlegir sjóðir okkar landsmanna fara aðallega í uppbyggingu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Valdníðsla og hroki verður ekki lengur liðin af ríkisvaldinu stöndum saman sem einn maður og krefjumst breytinga
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stóð saman að tveimur tillögum í gær um atvinnumál. Ég tel það vera mjög mikilvægt að við getum verið samstíga þegar svona miklir erfiðleikar steðja að samfélaginu.
Tillögur okkar fela m.a. í sér eftirfarandi aðgerðir:
- Stofnun Hornstrandastofu
- Orkubús Vestfjarða í tengslum við sameiningu við Rarik og Landsvirkjun, þar sem lögð er áhersla á að höfuðstöðvar sameinað fyrirtæki Rarik og Orkubúsins verði á Ísafirði.
- Styrking iðnmenntunar
- Frumkvöðlasetur skv. tillögum um eflingu nýsköpunar
- Eflingu Fjölmenningarseturs
- Fjölgun starfa hjá Vegagerðinni á Ísafirði
- Stofnunar á nýrri stofnun sem verði alþjóðleg rannsóknarstofnun í jarðkerfisfræðum.
- Háskólasetur Vestfjarða verði Háskóli Vestfjarða strax
- Fjölgun rannsóknarstarfa í sjávarútvegi
- Aðgerðir til lækkunar flutningskostnaðar
Eins og margoft hefur komið fram þá er enginn skortur á hugmyndum eða tillögum heldur þarf ríkisstjórnin í samstarfi við heimamenn að bretta upp ermar og hefjast handa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bæjarmálin
Miðvikudagur, 28.2.2007
Boðaður hefur verið fundur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar annað kvöld, eins og venja er fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði. Mig grunar að það verði löng og mikil umræða um atvinnumál, enda er það þörf umræða í ljósi síðustu atburða. Guðrún Sigurðardóttir fréttakona á Rúv tók saman þau störf sem tapast hafa á Ísafirði síðustum misserum og voru tölurnar sláandi:
Ratsjárstofnun: 10 störf
Marel: 21 starf
Já: 5 störf
Síminn: 9 störf
Í upptalninguna vantar rúm 20 störf sem töpuðust þegar verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi var lýst gjaldþrota í upphafi árs. Þetta er algjör bilun... Svar ríkisstjórnarinnar verður væntanlega bæði störfin sem skapast við flokkun kaldastríðsskjalanna. Ekki er að ég að gera lítið úr þessum störfum heldur við þurfum bara svo miklu miklu meira.
Við í minnihlutanum funduðum á Þingeyri í gær til að ræða bæjarmálin og þau mál sem brenna á Dýrfirðingum. Fundurinn var afar gagnlegur fyrir okkur og liður í stefnu okkar að auka tengsl við alla byggðakjarna Ísafjarðarbæjar. Það sem brann mest á fundarmönnum var að bæjarstjórnin gleymdi að heiðra Kvenfélgið Von á 100 ára afmælinu þess, sem er alveg glatað, sérstaklega í ljósi þess að kvenfélagið hefur verið afar virkt í samfélaginu og veitt miklu fjármagni og sjálfboðavinnu í samfélagið m.a. hjúkrunarheimilið Tjörn. Jafnframt rætt um áhugaleysi ráðamanna á málefnum Dýrafjarðar og hve hægt gengur að koma verkefnum í framkvæmd.
Bloggar | Breytt 2.3.2007 kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óshlíðargöng - gjöf þjóðarinnar til okkar Vestfirðinga?
Þriðjudagur, 27.2.2007
Held nú síður.
Mér brá nú soldið þegar Heimir Karlsson umsjónarmaðurinn þáttarins Ísland í bítið spurði Soffíu Vagnsdóttur nágrann minn og félaga úr Bolungarvík hvort að Óshlíðargögn væru gjöf þjóðarinnar til okkar Vestfirðinga í þættinum í morgun. Ég veit ekki betur til þess að við Vestfirðingar borgum jafnháa skatta til ríkissjóðs og aðrir landsmenn. Fyrir mér eru samgöngubætur sem þessar sjálfsagður hlutur og það eigi ekki að líta á þær sem einhverja ölmusu.
Það er spurning hvort að Reykvíkingar líti á fyrirhugaða Sundabraut sem gjöf þjóðarinnar til Reykvíkinga - held ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur og kaupmáttaraukning - ójöfnuður samfélagsins
Mánudagur, 26.2.2007
Ársfundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar var alveg brilliant. Fundurinn samþykkti eftirfarandi stefnuyfirlýsingu, sem ég tek heilshugar undir:
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslensku þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Það gerir þjóðin best með því að ljá Samfylkingunni atkvæði sitt í kosningum 12. maí. næstkomandi.
Ingibjörg Sólrún sýndi það í verki að hún hafði kjark til að afnema þann kynjamismun sem ríkti þegar hún var valin til forystu sem borgarstjóri í Reykjavík; heiðarleika til þess að tala hreint út um hluti sem betur mættu fara og þor sem þarf til að velta við steinum og segja ójafnrétti og mismun stríð á hendur.
Íslendingar eiga þess nú kost að leiða jöfnuð, réttlæti og samábyrgð til öndvegis í íslenskum stjórnmálum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Kvennahreyfing Samfylkingar skorar á þjóðina að láta ekki það tækifæri framhjá sér fara.
Verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrsti kvenforsætisráðherra landsins mun hún fá fullan stuðning Kvennahreyfingarinnar til að hrinda eftirfarandi í framkvæmd:
- Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun
stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki.
- Tryggja að í stjórnkerfinu sé fjármagn og fólk með þekkingu til
að sinna jafnréttisstarfi.
- Minnka óútskýrðan kynbundinn launamun um helming hjá ríkinu á
næsta kjörtímabili, með það að markmiði að útrýma honum að fullu.
- Tryggja að konur verði helmingur ráðherra í ríkisstjórn Íslands
- Fjölga konum í hópi forstöðumanna ráðuneyta og ríkisstofnana
svo þær verði jafnmargar körlum við lok næsta kjörtímabils
- Fjölga konum í stjórnum fyrirtækja með því að gefa
almenningshlutafélögum frest til 6 ára til að koma hlutfalli kvenna
upp í 40% í stjórnum sínum. Þegar í stað verði komið upp
samráðsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs og ef nauðsyn krefur,
beitt lagasetningum.
- Beita sér fyrir viðræðum milli ríkisvaldsins og aðila
vinnumarkaðar um að stytta virkan vinnutíma í áföngum
- Afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að
rannsaka og afla gagna sé grunur um að jafnréttislög séu brotin
- Lengja fæðingarorlof í eitt ár. Börnum einhleypra foreldra
verði veittur sami réttur til samvista við foreldra sína og önnur
börn njóta.
- Hefja virka baráttu gegn klámvæðingu samfélagsins.
- Tryggja að konur af erlendum uppruna missi ekki dvalarleyfi
sitt við skilnað við íslenska eiginmenn sína
- Endurskoða í heild sinni refsilöggjöf sem lýtur að kynbundnu
ofbeldi s.s. refsiramma kynferðisglæpa, skilgreiningu nauðgunar, um
kaupendur vændis, fyrningu kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum og
réttarfarslegar umbætur í heimilsofbeldismálum.
- Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra m.a. með því að tryggja rétt
þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og
framfærslustyrk, óháð búsetu
- Draga verulega úr tekjutengingu barnabóta sem kemur harkalega
niður á einstæðum foreldrum.
Katrín Júlíusdóttir þingkona Samfylkingarinnar sagði frá niðurstöðu fyrirspurnar sem hún lagði fyrir forsætisráðuneytið um kynjaskiptingu í skipan í nefndir og ráð hjá ráðuneytunum frá nóvember 2004 til febrúar 2006.
Niðurstöðurnar eru hreint út sagt ótrúlegar í ljósi þess að nú er árið 2007:
Forsætisráðuneytið 68% karlar og 32% konur
Fjármálaráðuneytið 69% karlar og 31% konur
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið 77% karlar og 23% konur
Sjávarútvegsráðuneytið 80% karlar og 20% konur
Samgönguráðuneytið 81% karlar og 19% konur
Landbúnaðarráðuneytið 88% karlar og 12% konur
Þessum upplýsingum þarf heldur betur að halda á lofti....
Í vélinni vestur í morgun las ég grein Stefáns Ólafssonar prófessors um ójafna kaupmáttaraukningu sem birtist í Mogganum í morgun, þar sem hann dró fram niðurstöður Hagstofu Íslands og Þjóðhagsstofnunar um kaupmáttaraukningu á Íslandi. Þar kemur fram að kaupmáttaraukning á milli áranna 1993-2005 var 92,4% hjá þeim lægst launuðu en 216,9% hjá þeim hæðst launuðu. Stefán hefur verið ansi ötull að benda á vaxandi ójöfnuð í samfélaginu síðustu ár og á hann hrós skilið fyrir það. Vargar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki haft erindi sem erfiði að hrekja niðurstöður hans enda byggir hann þær á gögnum frá opinberum stofnunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þétt helgardagskrá framundan
Fimmtudagur, 22.2.2007
Fréttir dagsins voru vægast ömurlegar fyrir okkur Ísfirðinga, Marel ætlar að loka starfsstöð sinni hérna á Ísafirði. Ég er allavega ótrúlega frústreruð yfir þessu og velti fyrir mér hvort að samfélagsskylda fyrirtækja sé ekki lengur við lýði. Starfsmenn Marels hér á Ísafirði búa yfir gríðarlegri þekkingu á sínu sviði og ég vonast til þess að þeir geti fundið þekkingu sinni farveg hér.
Annars er mikið að gera hjá okkur Samfylkingarfólki um helgina. Byrjum á kosningavorinu strax annað kvöld með því að taka í notkun kosningaskrifstofuna sem staðsett er að Aðalstræti 27. Von er á góðum gestum m.a. Guðbjarti sem leiðir lista okkar Samfylkingarfólks í Norðvestrinu og Guðmundi Steingrímssyni sem er í framboði í Kraganum, auk þeirra stíga stokk bolvíska sveitin Grjóthrun í Hólshreppi, sem gerði garðinn frægan í þætti Jón Ólafssonar nú fyrr í vetur.
Á laugardag hefst svo ársfundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Var reyndar ekkert smá glöð þegar ég komst að því að við landsbyggðarkonur fáum ferðastyrk til að mæta á fundinn. Mamma fer að sjálfsögðu með enda hafa þessar "gömlu" Kvennalistakellur ekkert smá gaman að mæta á svona skemmtilegar samkomur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenging fyrirtækja, menntunar og Háskólaseturs
Fimmtudagur, 22.2.2007
Var að lesa á blogginu hans Tolla ansi skemmtilega grein um uppbyggingu landsbyggðarinnar. http://tolliagustar.blog.is/blog/tolliagustar/ Hann hittir naglann á höfuðið þegar hann spyr hvernig við fáum við þetta unga menntafólk út á landsbyggðina í störf sem henta þeirri menntun sem þau stunda og sem skilar sér í vexti landsbyggðarfyrirtækja.
Þetta er hugmynd sem er afar auðveld í framkvæmd - þarf bara pólitískan vilja og jú smá money. Þeir peningar sem færu í svona verkefni eru algjörir smáauarar í samanburði þá fjárhæðir sem hafa verið settar í "uppbyggingu" stóriðjustefnunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt er þegar þrennt er
Miðvikudagur, 21.2.2007
Mér var nú hugsað til Séra Kalla þegar ég las tilkynninguna frá Matís um þorskeldisrannsóknirnar í Ísafjarðardjúpi. Hann var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rannsóknir á þorskeldi árið 1999. Tillöguna þurfti hann að leggja fram þrisvar ásamt félögum úr Samfylkingunni áður en hún var samþykkt, en það var svo árið 2002 að Alþingi samþykkti tillöguna.
http://www.althingi.is/altext/127/s/0056.html
Þessi tillaga hefur sennilega látið lítið yfir sér fara í upphafi - en séra Kalli hefur greinilega verið með framtíðarsýnina á hreinu. Ég sat þorskeldisráðstefnu á vegum RF nú Matís ohf síðasta sumar og þar kom fram að velta þorskeldisrannsókna í Ísafjarðardjúpi væri tæpar 130 milljónir á ári, svo þessar rannsóknir mikið að segja hér á svæðinu. Svo í lokin er gaman að geta þess að séra Kalli er í framboði fyrir Samfylkinguna hér í Norðvestrinu.
Mér skilst á að í Noregi séu útflutningsverðmæti eldisþorsks meiri en villts þorsks - svo það er mikið vit í þessu.
![]() |
Þorskar sendir í þungunarpróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framboðsmálin að skýrast í NV
Þriðjudagur, 20.2.2007
Nú er komnar einhverjar línur í framboðsmálin í kjördæminu. Þetta kemur mér reyndar ekkert á óvart að Kristinn fari fram hér vestra - en ég átti alveg eins von á því að Guðjón Arnar færi fram í öðru hvoru Reykjavíkukjördæminu.
Það verður fróðlegt að sjá næstu skoðannakönnun úr kjördæminu, hvort að Kristinn taki fylgi frá Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum eða hvort þetta hafi engin áhrif. Svo væri líka gaman að velta fyrir sér hversu mikið einstaklingurinn skiptir í mótvægi við málefnin, þegar fólk kýs, og hvort að einstaklingarnir skipta meira máli en málefnin á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Nú er gaman að vera áhugamanneskja um pólitík - allt að gerast...
![]() |
Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samfylkingin og málefni eldri borgara
Mánudagur, 19.2.2007
Mikið var gaman að vera samfylkingarkona í gær þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu í báðum sjónvarpsfréttum gærkvöldsins fjalla um málefni eldri borgara og stefnu flokksins. Sérstaklega hafði ég gaman að eftirfarandi ummælum hennar:
Ég tók þátt í því á níunda áratugnum sem ung móðir tveggja barna að berjast fyrir leikskólum og fæðingarorlofi enda naut ég hvorugs nema í mýflugumynd. Þegar ég bauð mig fram sem borgarstjóri í Reykjavík árið 1994 setti ég uppbyggingu leikskóla og einsetningu grunnskóla í algeran forgang. Ég var staðráðin í því að reisa mér ekki minnisvarða um mína borgarstjóratíð í formi Ráðhúss eða Perlu eins og fyrirrennari minn ég var svo stór upp á mig að það dugði mér ekki ég vildi hafa minnisvarðana dreifða um alla borg í formi skóla og leikskóla. Þegar ég hætti sem borgarstjóri gat ég litið stolt yfir verk mín og sagt: Gunnar Thor og Bjarni Ben lögðu veitur, Geir Hallgrimsson malbikaði, ég byggði skóla og leikskóla.
Stefna flokksins er í góðum takti við þarfir eldri borgara - svo er það bara að vona að Samfylkingin fá tækifæri til að standa við stefnuna - sem ég er handviss um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)