Færsluflokkur: Bloggar

Tveggja alda afmæli Jón Sigurðssonar forseta

Ég sá á vef Alþingis að búið væri að samþykkja nefnd til að undirbúa tveggja alda afmæli Jón 01dl0415Sigurðssonar forseta. Nefndinni er ætlað undirbúa hvernig minnast eigi þeirra tímamóta. Gert er ráð fyrir því að nefndin geri fyrstu tillögur eigi síðar en í árslok 2008 en vinni síðan að undirbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Nefndinni ber að leita eftir tillögum frá stofnunum og samtökum sem tengjast minningu Jóns Sigurðssonar forseta.  

Ég tel að það við hæfi við á þessum merku tímamótum að göng milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar verði tekin notkun og verði helguð minningu Jóns forseta.

Kviknaði þessi hugmynd hjá einum samstarfsmanni mínum þegar við vorum á Patreksfirði sl. janúar. En til að komast til Patreksfjarðar leiguðum við litla flugvél sem lenti á Bíldudal, þar sem Hrafneyrarheiði var ófær (eins og svo oft áður). Þegar við ætlum að fljúga heim þá var viðraði alls ekki til flugs og þurftum við að keyra suður í Dali og yfir á Strandir og loks um Ísafjarðardjúp - Ferð þessi tók tæpa 10 tíma og einhverja 611 km.  

Heil jarðgöng tileinkuð þessum merka manni er nú ekki mikið í ljósi þess að hann lagði grunninn að sjálfstæði Íslendinga.

http://www.althingi.is/altext/133/s/1200.html


Gefur 1000 lítra af vélaolíu og skorar á KNH að gera hið sama

Þetta er bara snilld.

Gámaþjónusta Vestfjarða hefur fært skíðasvæði Ísfirðinga og Skíðafélagi Ísfirðing02dl01-10a 1000 lítra af vélaolíu til notkunar á tæki skíðasvæðisins. Ragnar Ágúst Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, færði Björgvini Sveinssyni forstöðumanni skíðasvæðisins og Sveini Hermanni Sörensen starfsmanni svæðisins gjöfina. Úlfar Önundarson hjá fyrirtækinu Úlfar ehf. skoraði á Gámaþjónustuna fyrir skemmstu að gefa olíu, er Úlfar ehf. hafði gert slíkt hið sama. „Við skorum á verktakafyrirtækið KNH að vera næsta til að gefa olíu, svo það megi örugglega keyra græjurnar um páskana“ segir Ragnar, en eins og flestum er kunnugt fer Skíðavikan fram um páskana. Þá er hefð fyrir því að hvert tækifæri sé nýtt til skíðaiðkunar eftir því sem veðurguðirnir leyfa. 

Frábært framtak hjá fyrirtækjunum.

Aðeins eru tæpar þrjár vikur í Skíðavikuna og Aldrei fór ég suður 

 


Samúðarkveðjur

Votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega sjóslyss samúð mína.
mbl.is Fórust í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndin hans Geirs Hilmars

Að skipa nefnd var nú ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér til að leysa þann vanda sem við stöndum fyrir í atvinnumálum. Ég sé þó einn ljósan punkt í þessu, að tveir af þremur nefndarmönnum skrifuðu Byggðaáætlun fyrir Vestfirði 2003 svo þeir eru í góðri æfingu.

Ég held reyndar að atburðarrásin verði eftirfarandi:

  • Nefndin skilar tillögunum af sér 11.apríl
  • Forsætisráðherra tekur sér tveggja vikna umhugsunarfrest til að meta tillögurnar
  • Þá eru rúmar 2 vikur til kosninga og þá verður viðkvæðið hjá Sjálfstæðismönnum að ef við Vestfirðingar viljum sjá tillögurnar í framkvæmd þá er það eina rétta að setja x við D, þeim er einum treystandi til framkvæmdanna.   (Afrekaskrá þeirra síðustu 12 árin er nú ekki beint traustvekjandi.)

Þess vegna er ég ekkert sérstaklega bjartsýn á ástandið  - nema að við fáum nýja ríkisstjórn! 


Eftirleikurinn

Baráttan í gær virðist hafa skilað því að Vestfirðir eru komnir inn á dagskrá, en það er alveg óvíst hversu lengi það verður. Þingmenn kjördæmisins hittust víst í dag til að ræða málin og fram kom í fréttum dagsins að taka á upp málið á ríkisstjórnarfundi á morgun. Geir Hilmar forsætisráðherra sagði í hádegisviðtalinu í dag á stöð 2 að hann ætlaði að kanna hvort það væri eitthvað sem ríkisstjórnin gæti gert - það er alveg greinilegt að hann var ekki með sína útsendara á fundinum. WinkÞað er nú ekkert vandamál að koma með haldbærar tillögur til að koma til móts við kröfur okkar Vestfirðinga.

Hérna kemur minn listi (ekki í neinni sérstakri forgangsröðun):

1. Flutningsjöfnun(styrkir) á meðan við bíðum eftir samkeppnishæfum samgöngum 

2. Háskólatetur Vestfjarða verði Háskóli Vestfjarða  - enda allir sammála um menntun sé lyklinn að jákvæðri byggðaþróun.  Einn liður í því væri að fá hingað ESSI stofnunina sem mikið hefur verið rætt um til byggja styrkari stoðir undir háskólaumhverfið.

3. Að Menntaskólinn á Ísafirði fái að halda uppi almennilegri iðnbraut og ekki síst fái að þróa dreifnámið sitt.

4. Tenging milli Suður og norðurfjarða Vestfjarða með jarðgöngum.

5.  Afsláttur á greiðslu námslána til fólks sem kýs að flytjast út á land að námi loknu (þetta er víst gert í Noregi til að fá fólkið aftur heim með góðum árangri)

Og að lokum myndi ég ekki slá hendinni á móti 20 þús  þorskígildistonnum sem viðleitni til að skila aftur auðlindinni okkar, eins Ólafur Bjarni kom með tillögu um á baráttufundinum í gær.

Og ekki má gleyma öllum opinberu störfunum sem búið er að marglofa - en þau hefðu mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið samhliða hinum aðgerðunum.  Ætli Geir Hilmar myndi samþykkja þennan lista??Smile

Spurning um að senda honum Byggðaáætlun Vestfjarða frá árinu 2003 - þar er aldeilis nóg af tillögum og aðgerðum sem grípa mætti til.


Frábær baráttufundur

Fundurinn Lifi Vestfirðir var frábær í alla staði. Fyrirlesararnir voru hvorum öðrum betri og myndaðist 03atv0598mikil stemming og baráttuhugur í fólki. Á fundinum var samþykkt samhljóða ályktun allra fundarmanna til stjórnvalda um að standa við margítrekuð loforð um uppbyggingu Ísafjarðar sem byggðakjarna. Þeir þingmenn okkar Vestfirðinga sem mættu á fundinn lofuðu því að hittast á sameiginlegum fundi á morgun til að fara yfir málin og vonandi komast þeir að þverpólitískri niðurstöðu í þeim anda sem sveif yfir fundinum, reyndar á ég ekki von á öðru miðað við undirtektir þeirra.  Ég myndi vilja sjá þingmennina okkar sammælast um ákveðnar aðgerðir sem hægt væri að grípa til strax og á nógu er að taka.

Það eina sem skyggði á fundinn var fjarvera þingmanna ríkisstjórnarflokkanna - reyndar er Magnús  Stefánsson löglega afsakaður, en hann var sá eini sem sendi kveðju sína inn á fundinn.

Það sem við förum fram á er það sem við höfum rétt á - það er engin ölmusa heldur krafa um það að sitja við sama borð og aðrir landsmenn!  

Skipuleggjendur fundarins og ekki síst framsögumenn eiga þakkir skilið fyrir kraftmikinn fund sem vonandi markar upphafið á endurreisn Vestfjarða.


Stelpuhelgi

Við stelpurnar erum búnar að vera einar heima síðan á fimmtudaginn- Haraldur farinn í frí til mömmu.  

Af því tilefni var slegið upp X Factor stelpupartýi í gær, ég hef nú lítið fylgst með þessum þáttum en tvær stelpur á níunda ári eru ekki lengi að koma manni inn í keppnina. Við vorum nú ekki alveg sammála um frammmistöðu keppenda í gær, svo lærði ég líka að það er alveg bannað að halda með tveimur svo ég varð að gera upp á milli dúettsins Hara og færeyingsins Jógvan. En Guðbjörg er alveg uppáhalds hjá frumburðinum og hennar vinkonu.  

Svo er að baráttufundurinn í morgun; Lifi Vestfirðir. Guðrún Anna og Ólína gáfu tóninn í tveimur frábærum greinum sem birtust í Mogganum í dag og ekki var síðri lesning grein Ingibjargar Sólrúnar um stóriðju 21. aldarinnar.

 


Nú er bara að vona að þetta renni í gegn fyrir þinglok

Ég er alveg viss um að Vinstri græn eru líka tilbúin að hleypa frumvarpinu í gegn og væntanlega Frjálslyndir, en ég þekki ekki þeirra afstöðu eins vel. Svo þetta veltur allt á Sjálfstæðisflokknum - hef sterka tilfinningu fyrir því að þeir stoppi frumvarpið og svæfi það.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.


mbl.is Samfylkingin býður samstarf um samþykkt nýrra jafnréttislaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi Vestfirðir!

Það verður seint sagt að við Vestfirðingar eigum ekki nóg af framtakssömum einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Nú hefur þverpólitískur hópur almennra borgara boðað til baráttu og hvatningarfundar undir yfirskriftinni "Lifi Vestfirðir" Í auglýsingu segir að tilefni fundarins séu þær þær blikur sem nú eru á lofti í atvinnumálum svæðisins

Fundurinn er ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og í sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum. Tímabært er að þetta landsvæði njóti jafnræðis við aðra landshluta varðandi samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi. Til þess þarf ákvarðanir um framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu verkefna á vegum hins opinbera, aðgengi að fjármagni og síðast en ekki síst skilning og velvilja þeirra sem í umboði almennings taka ákvarðanir sem varða atvinnu- og búsetuskilyrði hér. Vestfirðir þurfa tímabundinn forgang þar til fullum jöfnuði við aðra landshluta er náð. Fundurinn er haldinn á Ísafirði sunnudaginn 11.mars kl. 14:00 í Hömrum.

Boðið verður upp á framsögur, pallborðumræður og tónlist!

Fram koma: Einar Hreinsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Ólafur B. Halldórsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Þorleifur Ágústsson,  Lina Tryggvadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir.

Tónlistarflutniningur verður í höndum Valkyrjanna og Mugison

Ég ætla að mæta og hlusta!


Það fór loksins að snjóa

Ég er búin að vera að bíða eftir góðri ofankomu! Það vantaði herslumuninn á að það væri nægur snjór í barnabrekkunni. Svo er spáð snjókomu eitthvað áfram. Smile  Ég hef góða tilfinningu fyrir því að27425_tungdu_utsyni snjórinn haldist fram yfir páska - enda er algjört möst að hafa snjó í Skíðavikunni. 

www.skidavikan.is

http://isafjordur.is/ski/


mbl.is Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband