Sundlaugarmál og sundmót

Blönduósbær stendur nú frammi fyrir tveimur valkostum í byggingu nýrrar sundlaugar. Til þessa hef ég getað huggað mig við það að Sundhöll Ísafjarðar sé allavega skárri en sundlaugin á Blönduósi. Þetta er nú meira hallærið.

Þegar ný sundlaug verður risin á Blönduósi þá get ég ekki munað eftir verri aðstöðu til sundiðkunar en í sundhöllin okkar ef horft er framhjá laugum eins og Seljavallarlaug og lauginni í Reykjanesi.

Þetta aðstöðuleysi varð m.a. til þess að Vestfjarðarmótið í sundi var haldið í Bolungarvík - en sunddeild Vestra hélt utan um mótið. Ekki þóttu aðstæður á Ísafirði boðlegar. Mótið lukkaðist einkar vel fyrir utan smá eld sem varð til þess að hætta varð við nokkrar greinar. Á mótið mættu lið frá Grindavík, Breiðablik og Húnum frá Hvammstanga - og voru mörg þeirra að keppa í fyrsta skipti í 16 m laug.

Hafdís og Lára  Hafdís og Lára1   sundlaugbolungarvik

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Ég man eftir að hafa farið í sundtíma í "Sundhöll" Ísafjarðar þegar ég var í menntaskóla. Mér fannst aðstaðan þar þá (fyrir 15 árum síðan) vera algjör hörmung og langtum verri en ég hafði átt að venjast hér í Bolungarvík.

Það vantar klárlega 25 metra sundlaug á svæðið, spurningin er bara hvar og hvenær slík sundlaug verður byggð.

Baldur Smári Einarsson, 25.9.2007 kl. 10:09

2 identicon

Sæl Arna Lára, langar mig nú bara að spyrja þig hvað þú hefur á móti sundlauginni í Reykjanesi ?  Jú hægt væri að þrífa hana oftar,sem var líka gert þegar t.d skólinn var starfræktur þar. en þetta er mjög góð laug og tel ég mun betri aðstöðu þar til sundiðkunnar en í litla pottinum á Ísafirði.

Mæli með því fyrir alla að skella sér í sund í Reykjanesi.

Harpa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Sundlaugin í Reykjanesi er fín til síns brúks og á ég góðar minningar um hana. En hún er ekki góð keppnislaug!

Arna Lára Jónsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband