Störf í boði á Ísafirði

Í boði eru tvö skemmtileg störf á Ísafirði. Annað starfið er reyndar núverandi starfið mitt svo ég er pínu hlutdræg. Góður starfsandi og fjölbreytt verkefni eru einkennandi fyrir bæði störfin, svo ég tali nú af reynslu. Störfin eru auglýst að mér skilist í Mogganum og Fréttablaðinu á morgun, sunnudag. Auglýsingin er hér meðfylgjandi og ég hvet alla sem hafa áhuga á að starfa í skemmtilegu starfsumhverfi og að vinna með frábæru samstarfsfólki að sækja um. 

Það eru reyndar fleiri spennandi störf í Ísafjarðarbæ - eins og sjá má á heimasíðu Ísafjarðarbæjar 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá. Hvað ert þú að fara að fást við?

Unnar (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

ég er forvitin, ertu nokkuð að fara að vinna hjá OR - ?

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:25

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hvað er á seyði Arna Lára? Ertu að hætta? Eða var starfið bara auglýst sísvona?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.10.2007 kl. 11:20

4 identicon

Til hamingju

Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Ég er að fara að vinna hjá Impru (á Ísafirði). Orkubransinn hefur ekki enn leitað eftir kröftum mínum - en ég gæti vel hugsað mér að vera í sjórn OR. Tel mig vera ágæta í ensku og eru stjórnarlaunin vel ásættanleg. Það spurning hvort nýr formaður stjórnar OR setji sig í samband við mig. 

Arna Lára Jónsdóttir, 15.10.2007 kl. 13:53

6 identicon

Til hamingju með þetta. Eflaust mjög spennandi.

Unnar (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með nýja starfið!

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband