Væri ég danskur ríkisborgari...
Föstudagur, 9.11.2007
Þá myndi ég glöð setja X-ið góða við A-ið. Nú loksins er social demókratarnir komnir með
flottan leiðtoga, Helle Thorning-Smith, eftir að hafa verið í hálfgerðum leiðtogavandræðum. Morgens Lykketoft var formaður þeirra þegar ég bjó í DK en ekki get ég sagt að hann hafi höfðað eitthvað sérstaklega til mín - kannski var ég bara ekki nógu góð í dönsku. Helle hefur mikinn karisma eins og hún sýndi svo vel á landsfundi Samfylkingarinnar í vor. Heillaði mig algjörlega.
Það er komin mikil spenna í dönsku þingkosningarnar og eru Social demókratarnir að saxa forskot Venstre sem er hreint ekki vinstri flokkur. Eru að bæta við manni miðað við síðustu þingkosningar á meðan Venstre er að tapa 7 mönnum. Það vantar herslumuninn upp á að stjórnin falli og að Helle verði forsætisráðherra Danmerkur og þá væri sko gaman að vera í DK.
Skoðanakönnun: Jyllandsposten 9.nóvember 2007
Athugasemdir
Sama segi ég, það væri sko gaman að vera ef þeir ynnu! Ekkert búin að frétta í dag, en þú?
Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:13
Samkvæmt könnun sem birtist á politikken í dag þá er Socail dómkratarnir með 27,8% og Venstre 25,6% og stjórnin heldur því miður enn velli. En eru tveir dagar eftir.
Arna Lára Jónsdóttir, 10.11.2007 kl. 18:26
Æi það heppnaðist ekki í þetta skiptið! En næsta verður það að heppnast og þá förum við bara til DK og hjálpum henni!
Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:35
Sem betur fer Arna mín, komst þessi kona ekki til valda enda hættuleg samfélaginu í Danmörku. Nú stendur hún uppi sem sá leiðtogi sósíalista með verstu kosningaútreið í sögu flokksins. Danir eru vonandi búnir að neita sósíalismanum endanlega, í þeirri mynd sem þeir hafa verið heilaþvegnir í síðustu áratugi.
Guðmundur Björn, 15.11.2007 kl. 15:59
Hún er mjög myndarleg, en blandast það vel við pólitík?
Sigurður Arnfjörð (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.