Færsluflokkur: Bloggar

Ísland og Evrópa

Evrópusamtökin og Heimsýn héldu fund á Ísafirði í gær um Evrópumál. Þorvaldur Gylfason talaði fyrir logo-euhönd Evrópusamtakanna og Ragnar Arnalds fyrir hönd Heimssýnar. Þrátt fyrir að Ragnar Arnalds hafi verið ansi sannfærandi þá styrkist ég í trúnni að innganga í Evrópusambandið sé það eina rökrétta fyrir okkur, það sakar allavega ekki að kanna málið og athuga hvað við getum fengið út úr aðildarviðræðum. Fram kom á fundinum að Evrópusambandsaðild myndi kosta okkur 12-14 milljarða á ári, sem er jú þó nokkuð, en ef þessi tala er sett í samhengið þá er hún ekkert svo svakaleg. Eru ekki styrkir til íslensk landsbúnaðar um og yfir 10 milljarðar á ári?? Ég held að svæði eins og Vestfirðir komi til með hagnast verulega á því ef Ísland gengur í ESB - það er mín skoðun.

Fyrirlesararnir voru flottir og fluttu mál sitt að mikilli sannfæringu. Málflutningur Ragnars samanstóð af hagsmunagæslu tveggja atvinnugreina, sjávarútvegs og landbúnaðar, en Þorvaldur talaði máli almennings sem rétt hefur á lægra matvælaverði og laus við okurvexti. Þorvaldur lagði mikla áherslu á það væri rétt að þjóðin fengi að kjósa um þetta mikilvæga mál - ég er sammála honum.

Mér finnst aðdáðunarvert að þessi tvö félagasamtök, sem eru á öndverðum meiði, skuli standa saman að fyrirlestraröð um Evrópumál.    

Fundurinn var vel heppnaður og laus við flokkadrætti, þó vissulega hafi fjarvera Íhaldsins vakið athygli.

 


Það verður spennandi að fylgjast með frönsku forsetakosningunum

Ég held með Sègoléne Royal, frambjóðenda Sósíalista og vona að hún verði fyrst kvenna til að verða forseti Frakklands. Ég held að Frakkland þurfi virkilega á henni að halda til þess að hrista aðeins upp í stjórnkerfinu þeirra og takast á við þau vandamál sem frakkar standa frammi fyrir. 070109_retraites_royalFranska stjórnkerfið birtist mér sem afar þungt og formlegt, og ekki síst karllægt.

Nú er bara að vona að hún komist í seinni umferð en það kemur í ljós á sunnudaginn. Seinni umferðin verður 6.maí og þá kemst það á hreint hver verður næstu forseti Frakklands. Annars eru þriðjungur kjósenda ekki enn búnir að ákveða sig svo allt getur gerst.

Leiðin til betri heims er að Royal verði forseti Frakklands, Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra Íslands og að lokum Hillary Clinton forseti Bandaríkjana.  Ævisaga Hillary er reyndar á náttborðinu hjá mér og ég verð að viðurkenna að lesningin gengur nú ekkert alltof vel. En ég hef þetta af lokum - ég verð að komast að því hvort að bæjarins bestu pylsur hafi ratað í bókina. En fyrir þá sem muna voru víst Clinton hjónin afar hrifin af þessum þjóðarrétti okkar Íslendinga þegar þau heimsóttu okkur um árið.Wink

 


mbl.is „Ségolène hefur það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Sumarið hófst með afmælisveislu dótturinnar og voru síðustu gestirnir að fara.

Annars var ég búin að blogga þvílíkt í gærkveldi og svo datt það út... en það sem ég vildi segja í gær var smá update frá góðum súpufundi, þar sem súpan rammpólitíska sló alveg í gegn og ekki síður sá beitti boðskapur sem henni fylgdi. Sjávarútvegsmálin og umræða um hugsanlega olíuhreinsunarstöð var ofarlega í huga fólks.

Ég fékk nú aðeins fyrir hjartað þegar ég heyrði fyrst hugmyndinar um olíuhreinsistöð og sá fyrir mér rússneska olíuhreinsistöð, ryðgaða og úrelda, starfsfólkið  með mikinn hósta vegna mengunar.  Svona þarf hún að sjálfsögðu ekki að vera.  En þessa hugmynd þarf að skoða mjög gaumgæfilega að mínu mati, áður en hægt er að taka upplýsta ákvörðun.

Meðfylgjandi myndir eru reyndar ekki frá Rússlandi, sú fyrri er frá Noregi og hin er af einu af skipum Maersk.

Melkoya4_80019320580


Súpufundur með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri

Ég á samt nærsveitungum mínum fengum boð með póstinum í dag á súpufund með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri sem halda á kl.12:10 en það gleymdist að nefna dagsetninguSmile. En fundurinn er víst á Ingibjög Sólrún og Össurmorgun, þriðjudaginn 17.apríl og haldinn í kosningamiðstöðinni að Aðalstræti 27 á Ísafirði. Sem fyrr eru allir velkomnir.

Ég fór landsfundinn um helgina og vá hvað það var gaman. Ég hreifst eins og allir aðrir viðstaddir að ræðu formannsins, enda ekki hægt annað - hún hitti beint í hjartastað.

Mona Sahlin formaður sænska jafnaðarmannaflokksins og Helle Thorning-Schmidt formaður danska jafnaðarmannaflokksins fluttu einnig eftirminnilegar ræður.

Stemmingin var alveg frábær sem náði hámarki þegar hátt í tvö þúsund landsfundargestir og Diddú sungu saman Maístjörnuna. 

Þegar ég var í stjórnmálafræðinni starfsræktum við ófromlegan kór sem kom fram við óformleg tækifæri. En til að komast í kórinn þurfti hver og einn að syngja Maístjörnuna (öll þrjú erindin) í fjölmenni, utanbókar og án undirleiks. En það var líka hægt að komast í kórinn með óformlegum leiðum t.d. með því að múta kórstjóranum og það var ekki gerð krafa um að geta haldið lagi, sem var afar hentugt fyrir mig.  En þetta var meira til gamans en alvöru. Stærsta giggið okkar var á sameiginlegri árshátíð stjórnmálafræðinema og hjúkrunarfræðinema, en annars komum við eingöngum fram í lokuðum gleðskap eða á Sólon.

 


Formannsþátturinn

Ég horfði á formannsþáttinn í Kastljósinu í gær og ég er ekkert smá stolt af minni konu.  Með virðingu fyrir öðrum frambjóðendum þá var hún langflottust, málefnaleg og traust. Það er kannski ekki skrýtið að Sjálfstæðismenn hafi neikvæð viðhorf til hennar þar sem þeim stendur veruleg ógn af henni, þeir vita hvað hún getur, það sýndi hún og sannaði í borginni. 

Mér fannst umræðan um umhverfismál og náttúruvernd fá full mikinn tíma í þættinum í gær, þó svo að þau séu mikilvæg. Það eru líka önnur málefni sem eru mjög mikilvæg  eins og  t.d. velferðmál sem hefði mátt ræða miklu meira. Ingibjörg Sólrún reyndi að hefja umræðuna um velferðamál en kallarnir voru ekki lengi að skipta aftur um umræðuefni. Eitt sem vakti athygli mína er að Vinstri grænir virðast vera komnir inn á stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem birtist í Fagra Íslandi og hafa fallið frá því að vera algjörlega á móti, heldur vilja eins og Samfylkingin fresta ákvörðunum um frekari stóriðju næstu fimm árin, þangað til það liggur fyrir nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð, ef marka má málflutning Steingríms J. í gær. Gott mál, sérstaklega ef Samfylkingin og Vinstri grænir ná að mynda stjórn saman.  

Þar sem þetta er mitt eigið óháða blogg þá tek ég mér það bessaleyfi að fjalla ekki um frammistöðu hinna leiðtoganna.Grin


Allt tekur enda...

Nú er spurning hvort að páskaátið sé meira en jólaátið. Stund sannleikans er í fyrramálið.

Skíðavikan tókst vel í ár og er rokkhátíðin orðin ein af stærstu menningarviðburðum landsins. Mikið er ég stolt af samborgurum mínum sem eiga Óskarinn skilin fyrir framtakið.

Næstu vikur verða væntanlega nokkuð líflegar svona rétt fyrir kosningar. Á bb.is er núna áskorun frá íbúa í Vesturbyggð um að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og aðrir frambjóðendur mæti á kosningafund. Ég vona að allir frambjóðendur verði nú við þessari áskorun, en ég fór nú að hugsa kjölfar þessa hvort það séu ekki skipulagðir sameiginlegir kosningafundir allra framboða?? Mér finnst alltaf skemmtileg stemming yfir svona fundum og ég vona að okkur kjósendum í NV-kjördæmi verði boðið upp á almennilega kosningafundi í öllum stærri byggðarlögum.    


Skíði og páskar

Ég fór nokkrar ferðir á skíðum í gær enda margt um að vera á dalnum.27425_tungdu_utsyni Það vildi svo heppilega til að það var furðufatadagur svo að grænbláu, 18 ára gömlu atomic skíðin mín skáru sig ekki svo mikið úr fjöldanumGrin

Stefnan er aftur tekin á dalinn í dag. 

Myndin var ekki tekin í gær, en sólin gægðist og það var snjór... eins og það á að vera á páskum.

Fullt var út úr dyrum á Aldrei fór ég suður sem hófust í gærkveldi.  Ég ætla nú ekki að gera upp á milli atriða en framlag heimamanna, Stuð, gaman, gott, vakti verðskuldaða athygli. Gleðin hefst svo aftur klukkan þrjú í dag.


Reiðhöll á Söndum

Við fórum fjölskyldan að skoða nýju reiðhöllina á Söndum í dag. Þetta er glæsilegt mannvirki og aðstaðan öll alveg til fyrirmyndar. Eftir fallegan tónlistarflutning, ávarp af byggingarsögu, húsblessun, nokkrar framboðsræður, aðrar ræður og línudanssýningu var slegið upp kaffiborði sem jafnaðist á við góða fermingarveislu. Félagsmenn í Hestamannafélaginu Stormi: Takk fyrir mig og vegni ykkur vel í framtíðinni. 

hafdishelena

hestarsandar

Þetta eru æsispennandi kosningar í Hafnarfirði, andvígir með mjög tæpan meirihluta skv. fyrstu tölum. Ég átti nú von að því að fylgjendur yrðu ofan á - en ég vona að andvígir hafi þetta til loka. Ég veit um eitt heimili í Hafnarfirði þar sem húsmóðirin er andvíg en húsfaðirinn fylgjandi, það eru nú örugglega nokkur svona heimli í Hafnarfirði.

p.s. að lokum vill ég taka það fram, að gefnu tilefni, að skrif mín endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðun vinnuveitenda míns og eru algjörlega á mína ábyrgð.


Eyðingaröflin!

vest_hvarf1Ég fékk þessa mynd senda frá kaffistofusamstarfsfélaga.

Þetta eru ansi kaldar staðreyndir.

Ég kannast nú eitthvað við handbragðiðFootinMouth


Það skiptir greinilega máli hvaðan gott kemur...

að mati samgönguráðherra.  Það kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að samþykkt stjórnar Faxaflóahafna um aðkomu að byggingu Sundarbrautar sé endurtekið efni frá árinu 2005 í tíð frá R-listanum. Þegar R-listinn fór með þetta fyrir samgönguráðherra var fálega tekið í hugmyndina en þegar Björn Ingi og Sjálfstæðisflokkurinn mættu með sömu samþykktina fyrir nokkrum dögum var þessu stórhuga frumkvæði mikið fagnað af forsætisráðherra og ekki síst samgönguráðherra. Svo það skiptir greinilega miklu máli hvaðan gott kemur og hvaða flokkar sitja við völd.

En þessi frétt minnti mig á framgöngu samgönguráðherra hér í Ísafjarðarbæ fyrir sveitastjórnarkosningar sl. vor. Sturla Böðvarsson skrifaði þá grein er birtist á bb.is,  þremur dögum fyrir kosningar í nafni Samgönguráðuneytisins. En þar segir hann orðrétt: 

Það er von mín að samgönguráðuneytið geti áfram átt gott samstarf við þá öflugu sveit sem leitt hefur bæjarmálin á Ísafirði undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna og þess öfluga bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar. Halldór nýtur trausts og trúnaðar langt út fyrir raðir flokksmanna um landið allt sem afburðamaður á vettvangi sveitarstjórnanna. Í störfum sínum hefur hann unnið með það í huga að ná árangri og það hefur honum tekist svo sem við blasir á svo mörgum sviðum í Ísafjarðarbæ. Það er því mikilvægt að tryggja áfram sterka stöðu sjálfstæðismanna við stjórn bæjarmála á Ísafirði. Þannig eru hagsmunum íbúa bæjarins best tryggðir. Miklum árangri síðustu ára yrði fórnað með því að koma til valda ósamstæðum hópi þriggja flokka. Sá hópur á sér ekkert annað sameiginlegt en að komast til valda. Þessa uppskrift er búið að prófa með R-listanum í höfuðborginni. Það ætti að vera nægjanlegt víti til að varast.

Þarna hótar hann okkur Vestfirðingum við eigum í hættu að fórna hagsmunum okkar í samgöngumálum ef við kjósum ekki rétt. Hann lætur að því liggja, að kjósendur þurfi að velja á milli samgöngubóta eða Í listans.  Undir þetta allt saman skrifar hann í nafni Samgönguráðuneytisins, en ég hélt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru ráðherrar allra landsmanna, en ekki ráðherrar ákveðinna stjórnmálaflokka. Það er kannski nauðsynlegt að minna samgönguráðherrann á að nú sé árið 2007 og pólitískar hótanir ættu heyra sögunni til. Ég vona að hann verði málefnalegri í þeirri baráttu sem er framundan og beiti ekki samgönguráðuneyti okkar allra landsmanna í þágu eins stjórnmálaflokks.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband