Væri ég danskur ríkisborgari...

Þá myndi ég glöð setja X-ið góða við A-ið. Nú loksins er social demókratarnir komnir með hellethorning

flottan leiðtoga, Helle Thorning-Smith, eftir að hafa verið í hálfgerðum leiðtogavandræðum. Morgens Lykketoft var formaður þeirra þegar ég bjó í DK en ekki get ég sagt að hann hafi höfðað eitthvað sérstaklega til mín - kannski var ég bara ekki nógu góð í dönsku.Wink Helle hefur mikinn karisma eins og hún sýndi svo vel á landsfundi Samfylkingarinnar í vor. Heillaði mig algjörlega.

Það er komin mikil spenna í dönsku þingkosningarnar og eru Social demókratarnir að saxa forskot Venstre sem er hreint ekki vinstri flokkur. Eru að bæta við manni miðað við síðustu þingkosningar á meðan Venstre er að tapa 7 mönnum. Það vantar herslumuninn upp á að stjórnin falli og að Helle verði forsætisráðherra Danmerkur og þá væri sko gaman að vera í DK.

 

09nov2007_ramboell_0_60326a

 Skoðanakönnun: Jyllandsposten 9.nóvember 2007

 


Fornleifastofnun Íslands

Ég verð alltaf jafn hissa þegar Fornleifastofnun Íslands sendir mér ársskýrsluna sína. Ég veit ekki 1422421_vatnsfjordur_excavating_the_smithyhvers vegna ég rataði inn á útsendingarlistann þeirra en ég er afar þakklát fyrir þessa góðu sendingu. Í nýjustu ársskýrslunni er m.a. verið að segja frá Fornleifaskólanum í Vatnsfirði en þar er verið að rannsaka efnahagslegan og félagslegan grundvöll byggðarinnar allt frá víkingaöld og fram á 16.öld, en á þessu tímabili átti Vatnsfjörður sitt blómaskeið sem höfuðból á Vestfjörðum. Spennandi verkefni.

Í gamla Sovét

Fyrir nokkru lofaði ég myndum frá Vilnius. Eftir mikla ritskoðun og pólitíska rétthugsun fundust nokkrar sem eru birtingarhæfar hér á alnetinu, aðrar myndir verða þó bara til heimbrúks.

IMG_2851

Fyrsta kristna kirkjan sem byggð var í Vilnius

IMG_2855°

Við ána Neris sem rennur í gegnum borgina

IMG_2889´

Við leituðum uppi Íslandsgötu fyrir þjóðernisstoltið.

IMG_2891

Hún var reyndar pínu hrörleg - en á örugglega eftir að ganga í gegnum einhverjar endurbætur. Wink

IMG_2892

Við tókum einu sinni strætó - það var reyndar hrein kjarabót. Farið kostaði tæpar 40 kr.

IMG_2983 

Það eru miklar framkvæmdir í gangi í Vilnius og þá sérstaklega vegaframkvæmdir. Til dæmis var okkur sagt að tvær af þremur stórum útgönguleiðum úr borginni væru lokaðar vegna framkvæmda - og mátti oft sjá skilti með Evrópusambandsfánanum. Spurning hvort við Vestfirðingar kljúfum okkur ekki frá Íslandi og göngum í Evrópusambandið og fáum almennilega vegi í leiðinni.Wink 

Vilnius er góður áfangastaður, fínt að versla, gott að borða og þó nokkuð að skoða.


Veikindabæli

Flensan er komin á heimilið. Fyrir valinu varð yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Helena. Veikindunum hefur verið tekið hetjulega og segist hún verða orðin góð á morgun því þá er sundæfing. Það er það versta sem gæti gerst er að hún missti af henni, slíkur er áhuginn. Ég vona að hún reynist sannspá, við erum búnar að horfa á Gretti 2 fjórum sinnum á tveimur dögum. Veit ekki hvort ég meika að horfa á hann einu sinni enn.Shocking Aðrir meðlimir í fjölskyldunni hafa sloppið til þessa, tveir flúðu til Reykjavíkur áður flensa hóf innrás sína sem gæti hafið bjargað þeim og ég sem endranær stálslegin.

IMG_2391

Leit að hugmyndum

Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að nefnd sem forsætisráðherra skipaði 17. júní sl. til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta hefur tekið til starfa.

Nefndinni er ætlað að gera fyrstu tillögur til forsætisráðherra eigi síðar en í árslok 2008 en vinna síðan að undirbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Nefndin mun enn fremur leita eftir tillögum frá stofnunum og samtökum sem tengjast minningu Jóns Sigurðssonar forseta.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja nefndinni til hugmyndir um hvernig minnast megi þessara tímamóta er bent á að senda þær til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík; merkt Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, eða á netfangið postur@for.stjr.is.

Það er hægt að minnast 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar á margan hátt, t.d. með uppbyggingu á safninu á Hrafneyri eða stofnun Háskóla Vestfjarða hafa einhverjir sagt (sem er reyndar alltof seint).

Ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja minnast Jón Sigurðssonar með þeim hætti að opna formlega jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar 17.júní 2011. Þrjú ár er fínn tími til að undirbúa gerð þeirra, sérstaklega í ljósi þess að einhverjar forrannsóknir hafa þegar verið gerðar. Ég hef nú reifað þessa hugmynd áður, en nú er möguleiki að senda þessa góðu hugmynd til nefndarinnar. Reyndar eru þrír mætir vestfirðingar í nefndinni af átta, þeir Sigurður Pétursson, Kristinn H. Gunnarsson og Eiríkur Finnur Greipsson.

Hugmyndin er reyndar nokkuð kostnaðarsöm en ekki þarf að efast um gagn hennar og mikilvægi fyrir byggð og atvinnulíf á Vestfjörðum.

http://arnalara.blog.is/blog/arnalara/entry/147737/

 


Tónleikar til styrktar vegasamgöngum á Vestfjörðum

Heyrði það í svæðisútvarpinu áðan að það á að halda tónleika til styrktar samgöngum á Vestfjörðum á Gauk á Stöng á föstudaginn - brilliant hugmynd. Fyrir þá vilja styrkja þetta góða málefni þá eru allar upplýsingar á þessari slóð: http://blog.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendID=171110156&blogID=323534605

Vegasamgöngur í Barðastrandasýslum eru vægt til orða tekið ömurlegar. Samgönguráðherrann Kristján Möller keyrði vestur á Patró í gær (báðar leiðirnar) og hélt afar fjölmennan fund um þetta baráttumál okkar Vestfirðinga - ég gat ekki skilið annað en að hann sýndi þessu máli fullann skilning. En best er að bíða eftir framkvæmdum - það er ég búin að læra.  Það fylgdi ekki sögunni hvort hann hafi orðið bílveikur á leiðinni. Ónefndur aðstoðarmaður ónefnds ráðherra Samfylkingarinnar varð víst bílveikur á leið sinni á Patreksfjörð í sumar.Grin 

Af öðrum ósamöngum á Vestfjörðum þá eru bæði Hrafneyrarheiði og Dynjandisheiði orðnar ófærar.


skutull.is nýr landsmálavefur

Ég er ótrúlega stolt af nýja vefnum okkar Vestfirðinga, http://www.skutull.is/ Fyrstu dagarnir hafa verið stórslysalausir og hafa mjög margir heimsótt vefinn. Ég vona að sem flestir taki vel á móti þessum nýja vef og sendi inn efni og greinar, og síðast en ekki síst heimsæki vefinn. Svo að það sé sagt, þá er ekki gerð krafa um flokkskírteini í Samfylkingunni til að fá birt efni. Wink 

Ég vona að okkur takist að vera fagleg og fersk. Ef það er ekki takast þá vona ég að einhver gefi okkur merki um það.  Fyrir þá sem ekki hafa enn þorað að fara inn á skutull.is þá er markmiðið með vefnum að efla umræðu og fjölga valkostum í fréttamiðlun á Vestfjörðum. Skutull.is er vefur sem tileinkaður er Vestfjörðum og vestfirskri umræðu. Á vefsíðunni verða birtar fréttir, greinar, blogg og fleira sem tengist svæðinu. Ennfremur verður gefinn gaumur að þeim þjóðmálum sem efst eru á baugi hverju sinni. Verið velkomin!


Kvennafrídagurinn í gær og Doris Lessing

Í gær bloggaði ég án þess að minnast á Kvennafrídaginn - meira klikkið í mér. Ég hugsaði reyndar sérstakleganullmikið um jafnréttismálin í gær og þá sérstaklega hvað mig langaði á ráðstefnuna Erum við hrædd við jafnrétti? sem haldin var í Keili á Reykjanesi.   Ég var reyndar viðstödd þegar hugmyndin af þessari ráðstefnu kviknaði, þá var ég í lest milli Silkiborgar og Árósa í maí ásamt mörgum frábærum konum og einum kalli. Við konurnar áttum það allar sameiginlegt að hafa lesið bókina: Það er til sérstakur staður í hvelvíti fyrir konur sem styðja ekki hvor aðra eftir þær Lizu Marklund og Lottu Snickare. Vorum við allar afar hrifnar af bókinni og ræddum hvað það yrði frábært að fá þær til landsins. Þær stöllur og ferðafélagar mínir Steingerður og Stefanía, eru nú ekki þekktar fyrir að sitja með hendur í skauti heldur fóru beint í málið við heimkomuna og útkoman var frábær ráðstefna með flottum fyrirlesurum. Þar hefði ég viljað vera í gær. 

Af öðru þessu tengdu þá hef ég hafið lestur á bókum Dorisar Lessing sem fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum ekki alls fyrir löngu.  Fyrir valinu var fyrsta bókin hennar Grasið syngur.  Byrjunin lofar góðu. 

Doris Lessing er þekkt fyrir femínískasýn í verkum sínum og sagði víst í einhverju viðtalinu Doris Lessingfyrir stuttu að hún þekkti enga konu sem væri ekki femínsti. Heilmikið til í þessu.

Síðast en ekki síst þá ól frænka mín og vinkona sveinbarn í morgun. Anna Lára og Árni innilegar hamingjuóskir.  Hægt er að skoða hvað hann er svakalega sætur á heimasíðu sjúkrahúsins.


Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar

Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar verður haldin á laugardaginn. Þar ætla ég að vera með lítið innlegg sem ber yfirskriftina: Hvernig getur þú haft áhrif. Einn á kaffistofunni í vinnunni minni spurði mig um hvað erindi væri, en ég sagði honum að ég væri nú ekki alveg búin að hugsa það enda þrír dagar til stefnu. Þá var mér bent á bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu á mánudaginn sem upplegg í mitt erindi. Svo ég vitni beint í fréttablaðið:

Íslenska þjóðin skiptist í tvennt; minnihluta og þöglan meirihluta.

Íslenska þjóðin skiptist í tvennt; minnihluta og þöglan meirihluta. Í þögla meirihlutanum sem rúmlega 60 prósent þjóðarinnar tilheyra eru kommúnistar, laumukommúnistar, kratadindlar, græningjar, eyðingaröfl, hommar, mussukerlingar, femmur og trukkalessur auk framsóknarhyskis sem skiptist í jarðálfa í framsóknarfjósum og samviskulausa mafíósa sem lifa eins og rottur í holræsakerfi sérhagsmuna.

ÞESSI sundraði hópur er á móti frelsi og berst fyrir jafnrétti með því að koma í veg fyrir að dugmiklir einstaklingar fái að njóta sín. Öfund er svo mikil að stjórnmálaflokkar innan meirihlutans geta ekki starfað saman af ótta við að samstarfsaðilar njóti góðs af samstarfinu.

ÖFUGT við hinn sundurlynda meirihluta er minnihlutinn algjörlega ópólitískur og stendur saman um einn Foringja, einn Flokk og eitt vandað Minningargreinablað sem er í eigu góðra kapítalista en ekki óuppdreginna götustráka. Til að efla framfarir hefur minnihlutinn einkavætt mestalla þá sameign sem meirihlutinn hafði nurlað saman enda er það eðli fjármagns að vera því máttugra sem það er í færri höndum. Þorskur hefur margfaldast í verði síðan hann slapp úr sameignarbúrinu, og sama mun gerast með orkuna í iðrum jarðar.

ÞESSI samstæði minnihluti trúir á frelsi og framfarir, áfengi í matvöruverslunum, álver, útrásir, kaupréttarsamninga, greiningardeild lögreglunnar, ættingja og vini í Hæstarétti og umfram allt trúir hann á Flokkinn sinn sem telur 50 þúsund flokksfélaga. Kjörorð Flokksins er: Enginn maður er svo merkilegur að Flokkurinn sé ekki miklu merkilegri!

TIL GAMANS er forseti lýðveldisins ævinlega valinn úr meirihlutanum. Síðan er flogið með hann í einkaþotu þar til hann fattar hjá hverjum hann vinnur í raun og veru. Sömuleiðis eru máttlitlir meirihlutaflokkar stundum ráðnir í aðstoðarstarf hjá minnihlutanum, því að þegar eitthvað klúðrast er gott að geta rekið aðstoðarmennina. Á Íslandi hefur minnihlutinn ráðið svo lengi sem elstu menn muna og sagt meirihlutanum að halda kjafti. Því kalli er meirihlutinn samtaka um að hlýða og er þess vegna kallaður "hinn þögli" meirihluti.

 Ég dó næstum því úr hlátri - íslensk stjórnmál í hnotskurn. Smile

Stjórnmálaskólinn verður allavega haldin á laugardaginn, og aldrei að vita nema bakþankar Þráins rati þangað - og þó vonandi undir þeim formerkjum hvernig breytum við þessu ástandi.

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra verður með framsögu í stjórnmálaskólanum eins og  Ágúst Ólafur varaformaður Samfó, Guðbjartur okkar þingmaður, Grímur nágranni okkur í Víkinni, Ólína, Siggi og síðast en ekki síst Helga Tryggvadóttir sem ætlar að kynna starf Ungra jafnaðarmanna. Bara skemmtilegt.  Skyldumæting.Wink

Af öðru skemmtilegu þá var Vilnius ferðin alveg frábær. Ferðin hafði væntanlega mjög góð áhrif á efnahag Litháa. Set nokkrar myndir úr ferðinni inn á morgun eftir ritskoðun.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Störf í boði á Ísafirði

Í boði eru tvö skemmtileg störf á Ísafirði. Annað starfið er reyndar núverandi starfið mitt svo ég er pínu hlutdræg. Góður starfsandi og fjölbreytt verkefni eru einkennandi fyrir bæði störfin, svo ég tali nú af reynslu. Störfin eru auglýst að mér skilist í Mogganum og Fréttablaðinu á morgun, sunnudag. Auglýsingin er hér meðfylgjandi og ég hvet alla sem hafa áhuga á að starfa í skemmtilegu starfsumhverfi og að vinna með frábæru samstarfsfólki að sækja um. 

Það eru reyndar fleiri spennandi störf í Ísafjarðarbæ - eins og sjá má á heimasíðu Ísafjarðarbæjar 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband